Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

meginmál þessa dags er...

Að hún Hjördís kæra vinkona mín átti afmæli gær. Hún átti líka stórafmæli og vil ég óska henni enn og aftur til hamingju með það. 

Hún Hrönnsa pönnsa er koma í heimsókn á morgunn úr bænum og verður fram á mánudag. Bara gaman að fá hana! Þannig að við  skvísurnar í 25+ ætlum sjálfsögðu að hittast annað kvöld. Anna kristín lét lík sjá sig og nú vantar bara 2 í hópinn. Ein er í rvk og hin í Danaveldi. Hvort það verður farið í einhverja drykkjuleiki veit ég ekki en það verða kannski drykkjulæti he he. Nei nei bara djók.   það verður sennilega ekki mikið farið út á djammið, enda ekki sá möguleiki fyrir hendi þessi dagana. Það verður satt best að segja að það er ansi skrítið að hafa ekki Egilsbúð opna. Bara frekar sorglegt að svona skuli vera komið fyrir félagslífinu í okkar ágæta bæ. En svona er þetta bara og maður gerir bara gott úr hlutunum, Og ég tala nú ekki hvað maður sparar á þessu öllu samanWink

Stefán skrapp til Egilsstaða um helgina til Ella og þeirra. Ég efast ekki um að þar sé fjörið! 4 MJÖG hressir gaurar saman komnir he he.

Jæja næturvaktin kveður í bili. Góðar stundir.

 


Orðin grasekkja á ný

Jæja þá er kallinn farinn út á sjó eftir mánaðarfrí. Það er alltaf jafn tómlegt þegar að hann fer og það tekur nokkra daga að venjast því fyrir alla á heimilinu.

En annars er ég komin í smá aukavinnu. Ég réði mig upp á leikskóla í afleysingu og held að það verði bara nokkuð gaman. Ég bara gat ekki hugsað mér að sitja heima hjá mér í vetur og vera bara í vinnunni meðan aðrir sofa og sofa á meðan að hinir vaka;) Það getur verið einmannalegt að vera bara svona á næturvöktum. Sértaklega fyrir mig sem að er mikil félagsvera og finnst gaman að vera í kringum fólk.  Þannig að þetta er bara jákvættGrin

Jæja ég ætla að fara að huga að kvöldmat og hef þetta stutt að þessu sinni.

góðar stundir.

Tenerife 08 og fl. 035

 hér sjáið þið hvað Ingvar er eðlilegur.


Bjartsýni og Æðruleysi

bjartsýni og æðruleysi er eitthvað sem að ég er búin að temja mér síðustu daga. Og ég kem mér virkilega á óvart hvað mér gengur vel! svona miðað við allt sem á gengur í okkar blessaða þjóðfélagi.   Ég er nefnilega þannig að og hef alltaf verið að ég hef of miklar áhyggjur af svo mörgu.                       Þegar að ég var krakki eða yngri og heyrði eitthvað í fréttum sem að gæti haft slæm áhrif eða af stríði of fleiru að þá varð ég mjög hrædd, en sagði ekki neinum frá því.

Svona í kringum 1990-91 þá man ég eftir svona krepputali og hafði ég alveg rosalega áhyggjur af foreldrum mínum! En ég sagði ekki neitt og enginn hafði þá þörf fyrir að útskýra þetta fyrir mér.           Þannig að ég held að það sé nauðsynlegt að tala við börnin og segja þeim hvað sé í gangi. Það sem að virkar best og virkar enn þann dag á mig er að segja að allt verður í lagi;) Það er er oft nóg til að róa þessa óþægilegu tilfinningu sem að maður finnur.

En nóg um þetta krepputal;)

Ég fór í bústað síðustu helgi í kjarnaskóg með klúbbnum. Þetta var alveg hrikalega gaman og við skemmtum okkur konunglega! Bara hressar og skemmtilegar stelpur.  Takk kærlega fyrir helgina stelpurKissing

Ég ætla að segja þetta gott í bili og ætla að reyna að skella inn nokkrum myndum, en það er búið að ganga brösuglega í þessari tölvu minni.                                              

klúbba ferð norður 08. 059

 

 skvísur.

 

 

 

 

 

 

klúbba ferð norður 08. 058

Það var gerfiaugnhára þema;) 


Ekki grasekkja í augnablikinu.

Já er búin að sjá það að ég hef ekki eins mikla þörf fyrir að blogga þegar að kallinn er heima.
En ég er líka búin að vera í svo miklu veseni með tölvuna og hef ekkert getað loggað mig inn hérna. 
En svona út í aðra sálma sem að ég hélt að ég færi nú alls ekki að velta mér upp úr! Og það er peningamál hérna í landinu. En held að allir séu búnir að fá nóg af því að hlusta eða lesa um þau mál. En hvað á maður að halda? Ég meina á maður að fara að taka sláturTounge
Nei ég held ekki. En ef ég hefði verið að kaupa mér dýrt hús og nýjan bíl að þá færi ég kannski að huga að því. Ég las einmitt svo skemmtilegt blogg um daginn þar sem að einn var að segja frá því að hann og kona hans hefðu ekki fyrir svo löngu keypt sér íbúð fyrir sunnan og allt á erlendum lánumSick Aumingja fólkið! En hann sagði líka að hann og konan hans væru komin yfir það að vera hrædd og áhyggjufull yfir í það að hlæja svona hryllingshlátri þegar að þau heyrðu að krónan lækkaði. Já sumt bara kemst maður yfir og þá er stundum gott að geta látið kæruleysið ráða ferðinni.  Þangað til annað  kemur í ljós.

En nú ætla ég að skella nokkrum myndum hérna inn af okkur fallega fólkinu á Nesbakka 16.

 

Tenerife 08 og fl. 070

 

 

 

 

 

 

 

 

tenerife 08 og fl. 231

 

 

 

 

 

 

 

 


 

 

 

 

 

 


Skvísan er komin aftur;)

Jæja þá er maður komin heim úr 2 vikna fríi. Og það er það ótrúlega við það að þegar að maður kemur svo heim til sín að þá kann maður miklu betur að meta hversdagsleikann sem að maður getur svo bölvað inn á milli að það sé ekki nóg og mikið að gerast í kringum mann;) 

En annars var þetta alveg frábær tími sem að við áttum þarna á Tenerife og allir skemmtu sér konunglega! Ég komst samt að því að ég er hef ekki eirð í mér til að liggja í sólbaði og gerði ansi margar tilraunir. En allt kom fyrir ekki, ég var rokin upp eftir 5 mín og leitaði að skugga.                                                                                                                                                   ég Ætla nú ekkert að skrifa einhverja svaka ferðasögu hérna enda eiga myndirnar bara eftir að segja sitt þegar að ég set þær inn. Tölvan mín er er enn í tómu tjóni og ekkert hægt að gera í henni og ég sit hérna á næturvakt og blogga og hugsa líka um það hvernig væri að vera á sveitaballi núna inn í miðbæWoundering

Jæja þá bara segi ég þetta gott í bili og verð dugleg að blogga þegar að ég kemst í tölvu.

Þóra kveður í bili.


Klukk á mig;)

Ég sit hér í vinnunni minni og skrifa mína síðustu bloggfærslu í bili!            Ekki bara út af því að ég er að fara í burtu í 2 vikur, heldur líka út af því að tölvan mín er mjög líklega hruninFrown Ég gæti bara farið að gráta!        Ég er virkilega hrædd um allar myndirnar mínar!!! En það verður bara að koma í ljós hvort að hægt sé að bjarga einhverju.

En síðan var ég klukkuð af henni vinkonu minni Sigrúnu;)

4 störf sem að ég hef unnið á um æfina:

*Að sjálfsögðu í frystihúsinu eins og nobbara sæmir;)

*Nesbakka búð.

*Leikskólanum sólvöllum.

*Þjónustuíbúðum fatlaðra.

4 bíómyndir sem að ég held upp á.

*Notebook. lame ég veit;)

*greace.

*Hafið.

*og nú er ég alveg tóm!

4 staðir sem að ég hef búið á.

*Neskaupstaður.

*Rvk. borg óttans.

*Hallsstöðum hjá ömmu minni 1 vetur sem að er vestur í dölum.

*Og Neskaupstað;)

4 sjónvarpsþættir sem að mér líkar.

*Greys sko nr 1.

*king of qeens.

*hous

*desperade houswifes. veit ekki hvernig þetta er skrifað og nenni ekki að tékka á því.

4 staðir sem að ég hef heimsótt í fríum.

*Kúba.

*Costa del sol.

*Tyrkland.

*sacoma. sem að er á spáni. og bráðum Tene...;)

4 síður sem að ég skoða daglega fyrir utan blogg.

* Mbl

*Barnaland

*Facebook

*æ svo bara margt annað en  kannski ekki daglega.

Fernt sem ég held upp á matarkyns.

*kjúkling

*Íslenska lambið er alltaf best.

*ummmm súkkulaði

*banani. verð mjög pirruð ef að það fást ekki nýir bananar!

4 bækur sem að ég hef lesið.

* mýrin

*Korkusaga

*hann var kallaður þetta.

*Eyðimerkurblómið svo eitthvað sé nefnt.

4 bloggarar sem að ég klukka. er ekki búið klukka alla sem að é þekki hér?

En annars  * Steinunn. vertu nú dugleg!

                    * Hugga

                         * Stella

                    * Þoka

                    

Ég kveð í bili og ætla að njóta þess að baða mig í sólinni með manninum mínum og börnum næstu 2 vikur. síðan verður bara að koma í ljós með þessa blessaða tölvu. Og ekki nóg með það að þá dó sjónvarpið mitt líka í síðustu viku;(

síja later. 


Þetta er það sem að ég hræðist mest!

Þetta er það sem að ég hugsa um hvernig er að vera með börn í útlöndum! Ég var einmitt að horfa á einhvern þátt um daginn um stúlkur sem að væru að hverfa nánast úr höndum foreldranna! Kannski líka akkúrat núna því við erum að fara á þriðjudaginn til Tenerife.  Þá verður maður kannski pínu stressaður yfir svona hlutum sem að maður heyrir og sér í fréttunum!

En annars að þá er bara rok og rigning í okkar blessaða bæ, og spáir sko bara áfram.        Nú er ég líka búin að vera svolítið spennt að fá fréttir af henni Elínu vinkonu minni, því að ég frétti það í gærkvöldi að litla krílið væri eitthvað farið að láta bæra á sér og hún væri komin með verki. Hrikalega spennandi!

Hef lítið meira að segja í bili annað en eigið góðan dag.


mbl.is Reynt að ræna íslensku barni í Frankfurt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vel heppnað afmæli!

Jæja þá er búð að halda upp á 9 ára afmæli drengsins.
Það sofnaður glaður og mjög þreyttur strákur í gærkvöldi með slipknot á fóninumWink         Já ég stjórna víst ekki tónlistarsmekk hans þó svo að ég vildi. En ég kenni 3 frændum hans um þennann hevi metall smekk he he.  Þetta voru allt saman hressir og skemmtilegir strákar sem að mættu í afmælið og það gekk svona á ýmsu en allt fór nú samt bara nokkuð vel fram fyrir utan nokkra pústra eins og gengur og gerist hjá strákum;) Eftir pizzuna var farið rop keppni eins og strákum sæmir og síðan var keppt í kókosbollu áti og kók drukkið með. Ekki mjög svo girnilegt.

Takk kærlega fyrir strákinn og við erum búin að skella slatta af myndum á barnaland.
LATER.

9 ára afmæli Stefáns. 018

 

 

 

 

 

 

 

 

9 ára afmæli Stefáns. 024

 

 

 

 

 

 

 

 

9 ára afmæli Stefáns. 035

 

 

 

 

 

 

 

 

9 ára afmæli Stefáns. 030


Til hamingju með afmælis yndislegi óþekki strákurinn minn!

Ég ætla að herma aðeins eftir henni Maríu KWink
Hann Stefán á afmæli í dag og er orðin 9 ára! Það er alltaf svo skrítið að skoða gamlar myndir frá því að krakkarnir voru ponsu lítil. Þetta er ekki eðlilega fljótt að líða!
Stefán er Yndislegur að öllu leiti en hann er líka jafn óþekkurHalo

Enda sagði mamma líka alltaf við mig þegar að ég fór að tala um það að hann væri svolítið uppátækjasamur. Þóra: við hverju bjóstu eiginlega? Hugsaðu nú bara aðeins um það hvernig þú og Ingvar voruð á yngri árum he he. Það er líka alveg rétt. Og mér finnst líka bara ekkert að því að nota orðið óþekkur. Er það ekki ágætis tilbreyting frá því að kalla flest öll börn ofvirk eða með athyglisbrest og fl..?

Hérna er pjakkurinn á nokkrum aldurskeiðum.

Stefán litill 002

 

 Stefán næstum nýr;) 

Mamman frekar mygluð eitthvað! 

 

 

 

 

 

 

 Stefán litill 004                                                              

 

 Brúnaþungur eins og pabbi;)

 

 

 

 

 

 

20021217195620_2

 

 í myndartöku hjá Siggu Möggu;)

 

 

 

 

 

 

 

 

2003315225837_1

Ég gat alveg verið góður við systur mína. en það er samt langt síðan;) 

 

 

 

 

 

 

20040907230727_2

 

 Sæt í baði

 

 

 

 

 

 

 

200312723810_1

 

 3 ára gutti.

 

 

 

 

 

20070718002205_12

 

 Þróttari

 

 

 

 

 

 

20080807160455_0 og svona er ég mikill massi í dag;)

 

 

 

 

 

 

 

collage sætur strákur


Og þá kemur haustið:)

Jæja þá er sumarið að verða búið. Ef hægt vara ð kalla þetta sumar.
Ég var samt bara nokkuð róleg yfir þessu sólarleysi og það var ýmislegt brallað.              Á morgunn er svo 9 ára afmæli! Þetta er alveg ótrúlegt að það séu heil 9 ár síðan að hann fæddist!  Þetta verður sennilega bara nokkuð þægilegt, enda orðnir svo stórir strákar og foreldrar í fylgd orðin liðin tíð. Það er það sem að maður var sveittur yfir þegar að afmælin nálguðust! Maður bakaði eins og mofó fyrir fullorðna fólkið he he. Ekki það að það var líka gaman. En nú þegar að skólinn er byrjaður að þá tekur alvaran við og ég er bara pínu stressuð fyrir þessu öllu saman. Stefán er kominn í 4 bekk og skvísan í 2 bekk.  Stefán þarf að fara að hafa meira fyrir hlutunum og ég er svolítið hrædd um að nú fari kröfurnar að verða honum erfiðar. Hann er ekki á lyfjum og það verður sennilega ekkert nema að þá í litlum mæli ef þar að kemur. En hann fær góðan stuðning og hjálp í skólanum. Ég hefði nú alveg verið til í að minn athyglisbrestur hefði verið uppgötvaður þegar að ég var í skóla!  Ég hafði og hef oft í dag alveg 0 athygli. Enda það sem að ég glími helst við í dag er að mig langar rosalega að bara drífa mig í skóla, en kem mér ekki af stað.  En ég veit að það kemur að því að ég bara byrja en þa´verð ég líka bara að vera 100% tilbúin.  

Jæja þá er ég hætt í bili og vil bara mynna ykkur á að það eru bara 8 dagar þangað til að ég og mínir erum farin til Tenerife í 2 vikurTounge

ágúst 08 239

 

 

 

 

 

 

 

 

 
Desember 07. nýja vélin. 200                                                                        
 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband