Já kemur allt með kalda vatninu;)

Ég veit að ég er ekki búin að vera neitt mjög virk hérna inni að undanförnu;/ Held að það kallist leti og smá áhugaleysi í blandBlush. En ég á það til að gera þetta. Byrja á einhverju og gera það með stæl og síðan dalar það kannski fljótt og snökt. En það kallast frekar athyglisbrestur. En annars er bara alt í góðu hér. Sólin er mjög dugleg í dag og í gær. Held að það verði skellt sér á á skíði á eftir. Svona þegar að ég er búin að finna börnin mín. Stefán og Kári eru reyndar búnir að búa til flotta bretta braut hérna fyrir ofan húsið okkar, með stökki og alles. Duglegir drengir.

Ég fór suður til rvk á fimmtudaginn og kom aftur heim í gærmorgunn /laugard). Þetta var nú ekki nein skemmtiferð vegna jarðafarar sem að ég fór í hjá föðurbróður mínum. Þetta var samt svo falleg athöfnin og hún Kristín konan hans stóð sig eins og hetja! Börnin líka. Það er alltaf erfitt þegar að fólk fer svona snökt og ungt! En Kristín þú ert mikil kona í augum mínum!

Ég náði samt að vera með henni Hrönnsu pönnsu og Önnu Matt. sem að var alveg frábært! Ég verslaði líka slatta handa börnunum og mér. dugleg stelpa;)

Jæja ætla að fara græja okkur. Lofa ekki neinu með blogg hérna en ætla samt að reyna að vera dugleg;)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Stella Rán

Alltaf leiðinlegar svona ferðar... sendi þér risaknús sem þú skrifar hjá þér og tekur það svo út þegar við hittumst næst

Gaman samt að þú bloggir, finnst alltaf gaman að fá smá fréttir af ykkur...

Knús og kram frá Óðinsvé

Stella Rán, 1.3.2009 kl. 19:40

2 identicon

Takk fyrir síðast Þóra mín. Gaman að fá að hitta þig aðeins. Kíki alltaf reglulega hingað inn og tékka á ykkur. Gaman að fá fréttir.

KV Anna Kristín Matt

Anna Kristín (IP-tala skráð) 3.3.2009 kl. 19:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband