Þetta er það sem að ég hræðist mest!

Þetta er það sem að ég hugsa um hvernig er að vera með börn í útlöndum! Ég var einmitt að horfa á einhvern þátt um daginn um stúlkur sem að væru að hverfa nánast úr höndum foreldranna! Kannski líka akkúrat núna því við erum að fara á þriðjudaginn til Tenerife.  Þá verður maður kannski pínu stressaður yfir svona hlutum sem að maður heyrir og sér í fréttunum!

En annars að þá er bara rok og rigning í okkar blessaða bæ, og spáir sko bara áfram.        Nú er ég líka búin að vera svolítið spennt að fá fréttir af henni Elínu vinkonu minni, því að ég frétti það í gærkvöldi að litla krílið væri eitthvað farið að láta bæra á sér og hún væri komin með verki. Hrikalega spennandi!

Hef lítið meira að segja í bili annað en eigið góðan dag.


mbl.is Reynt að ræna íslensku barni í Frankfurt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Taktu eftir því að líkurnar á því að barninu þínu verði stolið eru sambærilegar við líkurnar á því að það verði fyrir eldingu, þú ættir ekki að óttast þetta frekar en þú óttast það.

Varar þú krakkann þinn við því að fara ekki út með regnhlíf útaf þessu?

Siggi (IP-tala skráð) 29.8.2008 kl. 17:51

2 Smámynd: Hrafnhildur Þórarinsdóttir

He he .. Já Þóra er algjörlega á móti regnhlífum

Annars er lítið að óttast á Tenerife, pínu erfitt að koma krökkunum af eyjunni. Hinar Kanarý eyjarnar eru á milli Tenerife og Afríku svo þetta er frekar langsótt ..

Hrafnhildur Þórarinsdóttir, 29.8.2008 kl. 20:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband