Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Þetta bara má ekki gerast!!!

Það má eiginlega segja að ég hafi upplifað fyrstu áhrif kreppunnar núna eftir kvöldmat. Ég kom mér vel fyrir framan imbann  og ætlaði svo sannarlega að horfa á þáttinn minn dr House kl 9. En nei þá var bara ekki nein útsending á skjá einumCrying Þetta er hræðilegasta lífsreynsla sem að ég hef lent í!!!  Nei ok kannski pínu ýkt;)                     Eftir áramót verður ekkert sjónvarp á fimmtudögum he he. 

En samt sem áður er ég bara ekki að trúa því að þetta verði svona! Á maður bara að geta horft á þetta ansk.. ríkisjónvarp og vera skikkaður til að borga 2900 krónur af þessu rusli á mánuði!!! Ég er ákveðin í því að láta taka þetta út af heimabankanum hjá mér og neita að borga þetta. Ég er miklu frekar til í að borga fyrir skjá einn.  Ég er bara kreisí!!! 

Og allir að láta skrá sig á skjáinn.is

Ég er bara hætt að röfla hérna áður en ég verð virkilega dónaleg!

ps. veit einhver símanúmer í Alþingishúsinu?


Komin tími á smá blogg

jæja þá er komin enn ein helgin.

Ingvar fór út á sjó í dag eftir 4 daga landlegu og er frekar fúll yfir því að ná ekki rjúpunni. Þetta verður greinilega að vera betur planað fyrir næsta ár.  Það verður sennilega eingin utanlandsferð á næsta ári þannig að hann getur planað frí í október. Ég er samt svo fegin að hafa farið til Tenerife með krakkana áður en allt þetta vesen varð hérna á íslandi. Við höfum ekkert farið með þau með okkur í þessar Barða ferðar sem eru farnar annað hvert ár, og vorum alveg farin að heyra það frá þeim að það væru allir búnir að fara til útlanda nema þau he he. Þannig að þau fengu að upplifa þetta áður en kreppan skall á. 

Það er búin að vera ágætis gestagangur hérna í kvöld hjá okkur og Elísabet var að skríða uppí núna rétt áðan. Stefán fór heim með Viktor og ætlar að gista hjá honum. Þeir komu hérna rennandi blautir inn um 9 leitið, ferlega púkalegir á svipinn. Ég spurði þá bara svona í gamni hvað þeir hefðu verið að gera af sér? Og þá segir Viktor: Baaaara að gera at og njósna! Þannig að nú er það byrjað. Þá má maður fara að búast við símhringingum af tilPinch

En annars er ég líka búin að vera svona léleg að blogga út af nýju myndasíðunni minni.

 www.flickr.com/photos/torumyndir/

En hef þetta gott í bili af gúgúbakka 16.

góðar stundir.

img_8798_jpg.jpgMyndartaka hjá henni Siggu Þrúðu snillingi!

Stefán með brettið sitt.

 

 

 

 

 

 

img_8767_jpg.jpgElísabet sæt og fín.


Draumur Davíðs!

Þetta er náttúrulega bara fyndið! Of ennþá fyndnara að maðurinn hafi fengið til baka!
mbl.is Notaði seðil með mynd af Davíð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

er það ekki mánudagur til mæðu?

Jæja þá er helgin búin og vetrarfrí í skólanum í dag og á morgunn. Ég var að koma heim af 4 næturvaktinni og er bara voðalega þreytt eitthvað eftir þessar vaktir.  Ég finn líka hvað mér finnst orðið leiðinlegt að redda börnunum gistingu hjá ömmu eða vinum, þó að ég viti að það sé ekkert mál. Þá er þetta sennilega líka þreytandi fyrir þau.

En það er alltaf svo góð tilfinning að hlakka til einhvers eins og allir vita. Og ég get alveg sagt ykkur fyrir mína hönd að vera sjómannskona, þá er það tilhlökkunin að fá manninn sinn heim af sjónum það sem heldur því uppi.  Ingvar er að koma í land á morgunn og ég hlakka svo til að fá hann heim.  En hann kemur bara heim í 4 daga og fer svo aftur í 3 vikur. Það getur oft verið pínu strembið fyrir krakkana. En ég man að þegar að ég var lítil að þá var pabbi mikið út á sjó og það fór oft í taugarnar á mér þegar að hann kom í land þó svo að ég var mikil pabbastelpa! þá var það bara það að heimilislífið breyttist. Auðvitað langaði mömmu eitthvað að vera með pabba og ekki bara snúast í kringum rassgatið á okkur krökkunumWink

En nenni ekki meir í bili og bið bara að heilsa.


write in english

kann einhver ad skipta a islenskt lyklabord her!!!

Jon brodir var ad taka tolvuna i gegn og eg er bara med erlent lyklabord og hann ut a sjoFrown Tannig ad eg aetla ekki ad blogga fyrr en tad kemst i lag he he.

Bara setjainn nokkrar gamlar myndir af okkur vinkonunum.

Bland ágúst 2007 090

Þorrablót 07 049

n546003932_681060_8072

Eskimódjamm mars 08 061

Júní 08. 067

 


Tölvuóð!

Já það má eiginlega segja að ég gæti eitt deginum meira og minna við tölvuna.                   En það er ekki í boði.

Ég skellti mér í göngu í morgun! Já þið heyrðuð rétt;) Mín labbaði út í páskahelli með myndarvélina góðu. Ég tók uþb 130 myndir. Bara af því sem að mig langaði og finnst flott. Ég er mjög mikið fyrir að taka myndir af náttúrunni og finnst þetta allt mjög spennandi  og sérstakt.    Fólk hefur misjafnan myndasmekk sem betur fer.

Ég er búin að stofna mér enn eina síðuna! En þessi verður bara undir myndir.

slóðin er:  www.flickr.com/photos/torumyndir/

 

Þangað til næst .

urðir 109-1

urðir 047


Þetta daglega mál og ADHD.

Jæja þá er helgin að baki enn og aftur. Tíminn er svo fljótur að lýða! Ég veit stundum ekkert hvað ég á af mér að gera svona ein heima á morgnanna. Ég ætla alltaf að vera svo ótrúlega dugleg, en svo verður stundum bara eitthvað svo lítið úr hlutunum.

Stefán er búin að vera mjög lítið heima þessa dagana og við mæðgur erum búnar að vera dunda okkur voða mikið einar. Mikið að gera hjá gaurnum. Hann er búin að vera mjög mikið í sundi í kuldanum og finnst það æðislegt! Sem að er bara frábært. Það er verið reyna einblína mjög mikið á lesturinn hjá honum þessa dagana og það gengur svona la la heima. Oft finnst mér betra að sleppa því að láta hann lesa frekar en að allt fari í háa loft. Svona þegar að ég finn að hann er ekki vel stemmdur. En ég get bara ekki annað sagt en hvað það er yndislegt fólk í kringum hann niður í skóla sem að vill allt fyrir hann gera. Við finnum það öll að eftir að hann hætti á lyfjum er hann miklu glaðari að öllu leiti. En það koma góðir og slæmir dagar hjá þessari elsku. 

Að eiga barn með ADHD getur verið rosalega erfitt, en líka mjög gefandi. Maður verður líka að geta hlegið jafn sem grátið yfir sumum hlutum sem þessar elskur taka upp á. Þessi börn ráða ekki við sig og kjósa sér þetta ekki . Þetta er taugaröskun sem að veldur þessari hegðun og það eina sem að við sem  foreldrar og kennarar getum gert að reyna að hjálpa þeim að takast á við daglega lífið, eins og hinir gera og þurfa kannski ekki að hafa jafn mikið fyrir því.  Þetta er oft erfitt og hrærir vel upp í fjölskyldulífinu;) Bara það eitt að pabbi er mikið út á sjó og kemur heim stundum í stuttan tíma í einu getur verið mjög erfitt. Þá reynir á margt. Td veit Stefán það að pabba langar nú ekki að vera með einhver leiðindi svona nýkominn í land, og hann stundum plataður upp úr skónum he he. En allt er þetta spurning um venjur og reglur sem að er oft frekar strembið. En það er það sem að lætur öllum börnum lýða betur.  

Ég gæti skrifað hér endalaust en ætla nú ekki að gera það. stundum er gott að koma hlutunum frá sér og deila með öðrum. Oft er þetta ekki auðvelt og ég hugsa svo mikið um hvernig það á eftir að ganga á unglingsárum með piltinn. En það er svosem nógur tíminn enn;) 

Hér koma myndir af nýja voffanum hennar Elínar og fjölsk.. Veit að Stellu langar að sjá hann;)

 

Þetta er Hann Haddi.

október 08 102

 

 

 

 

 

 

 

 

október 08 112

 

 Kráka og Haddi

 

 

 

 

 

 

október 08 127

 Sófus Örn saddur og sæll hjá mömmu sinni.

 


En af hverju ekki bara 950 þúsund?

Þó svo að þetta sé virðingavert, er þá ekki bara nóg að vera með millu á mánuði? 

Nei ég bara spyr.  Ég held að stjórnmálamenn hér í landi ættu að sína sóma sinn og gera hið sama.


mbl.is Bað um launalækkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kreppa.. slaka, kreppa... slaka.

Allir að prufa það!

Jæja það er sko komin vetur hér í þessum blessaða bæ.  Vá hvað mér er búið að vera kalt í gær og í dag. Ég fór í dag að kaupa snjóbuxur á Stefán sem er nú ekki frásögufærandi. En við erum að tala um svona 30 til 50% vöruhækkun á útifatnaði! Er þetta einhver hemja?  Það er alltaf verið að hvetja fólk til þess að kaupa íslenskt en það eru einmitt þær vörur sem að hafa hækkað mest. Ég bara kaupi ekki snjóbuxur sem að kosta 12 eða 13 þúsund!   Ég sá á Akureyri um daginn í 66 norður búðinni á glerártorgi  ungbarna útigalla á 18 þúsund! Jamm verði þeim bara að góðu.

Þetta er bara svo sorglegt ástand að þurfa að búa við allar þessar hækkanir.  Það er bara ekki verið að gefa fólki séns á uppreisnaræru með þessu áframhaldi. En hvað getur maður svosem gert nema bara taka þessu með stökustu ró.  

En annars er ég bara súper hress. Góða nótt og látið ykkur líða vel.

Anna mín miss you toKissing


Vetur og helgin að baki.

Já það er sko komin vetur! Það bara snjóar úti og vetradekkin eru á leiðinni undir bílinn. Hrönn lagði af stað suður áðan á bílnum sem að er búin að vera upp á Kárahnjúkum í 2 ár, átti að fara í skoðun í Mars, ekkert dekk á bílnum eins og sum misstór og bílstjórasætið fast í öftustu stöðu!  Mér leist nú bara ekkert á þetta. En hún lét laga sætið og fær vetradekk á ReyðóWoundering

En helgin var bara æðisleg!!! Við 25 + hittumst hérna heima hjá mér á laugarkvöld.. og það var mikið talað og mikið hlegið. Hrönn þurfti náttúrulega að fá að vita hverju hún hefur misst af síðastliðin 3 ár.  Það hafa nú fæðst nokkur börn í vinkonuhópnum síðan að hún fór, og henni var bara sagt að hún yrði bara að fara í 2 ára skoðun til að kíkja á krakkagrísina he he. En sunnudagurinn fór nú í lítið annað en leti upp í sófa með kókglas og snakk. Ekki leiðinlegt að leyfa sér það stundum og veðrið sá líka til þess að manni langaði bara að liggja undir teppi.

Móðir mín og faðir áttu 30 ára brúðkaupsafmæli í gær! Til hamingju með það gömlu;) 

Og Stella ef þú ert að lesa þetta að þá vantaði þig svo sannarlega!   miss you. 

En kannski er þetta bara fínt, ég fer þá bara að sofa á skikkanlegum tíma eins og hinar he he.

nóvember 053 ógleymanlegt kveðjukvöld heima hjá Hrönn;)


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband