Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Gleðileg jól

Jæja þá er stóri dagurinn búinn. Börnunum finnst jólin vera búin og eru núna að bíða eftir að geta sprengt flugelda. Eða svona aðallega strákarnir á heimilinu ;) Ingvar er alltaf að koma mér meira og meira á óvart. Eins og fyrra að þá gaf hann mér flotta myndarvél í jólagjöf og núna eitt stykki fartölvu! Eitthvað sem að ég bjóst als ekki við.  Enda talaði ég um það  fyrir löngu að það væri nú gott að eiga fartölvu. en bjóst ekki við þessu. Enda ætlast ekki til þess að fá svona stórar gjafir.

Stefán og Elísabet fengu alveg svakalega flottar gjafir og voru himinlifandi með allt saman! Öll fjölskyldan gaf Ingvari föt og hjálm á hjólið.

En annars óskum við öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.

kveðja Fjölskyldan á Nesbakka 16.


Mamma það er sjoppulykt af húfunni!

Þetta var það fyrsta sem að ég heyrði þegar að sonur minn kíkti í skóinn í morgunn he he. Hann fékk jólasveinahúfu og jolli hefur sennilega sjálfur verslað hana niður í sjoppu. Því að húfan angaði eins og hamborgarinn og franskarnar sem að ég át þarna um daginnFootinMouth  En ég sagði honum það að einhverstaðar yrði Jolli að versla, já eða borða. 

En annars er allt ágætt að frétta hérna í Nesbakkanum. Ég sjálf er bara ekki búin að vera nóg og hress. Náði mér í einhverja skítapest og enn bara eitthvað hálf slöpp. eða svona meira slen kannski. Eða kannski er þetta bara aumingjaskapur! hver veit. Ingvar er að koma heim á mánudaginn og er þá komin í frí. Guð sé lof!!! Ég er alveg til í að fá hann í land núna. Það er nauðsynlegt að fá sig lausan annað slægið. Þó svo að maður skreppi bara aðeins niður í sjoppu einn! Stefán er búin að vera mjög mikið hjá Ásu ömmu og Konna afa og hjá Óla og Leif sem að er komin heim frá Rvk. Það er alveg hreint ótrúlegt hvað þeir eru góðir við hann. Endalaus þolinmæði að brasast eitthvað með honum.  Frábærir strákar!  Endalausar þakkir!!!

Jæja læt þetta gott í bili og hafið það gott lömbin mínWink

3100208835_443dee2a1b_751994.jpg

 

 

 Jólaskvísan Elísabet Sif.

 

 

 

 

 

 

 

3100222521_b4bb3a58fc.jpg

 


Jólin þín og jólin mín...

Jæja þá er komin mið vika enn og aftur. Ég var að koma af næturvakt nr 3 og er komin í 2 daga frí.      Fer síðan að vinna um helgina aftur. Ætla ekkert að leggja mig í dag svo að ég nái nú að sofna bara snemma í kvöld.

Jólagjafirnar í ár vefjast fyrir mér sem aldrei fyrr! Ég á bara eitthvað ótrúlega erfitt með þetta. Börnin mín eru sérstaklega erfið. Ég veit alveg að þau væru ánægð mér hvað sem er, en þetta er sennilega bara móðirin sem er að gera þetta að vandamáli;) Svo bara finn ég líka alveg fyrir því að það er ekki hægt fara bara hér út í búð og kaupa hvað sem er. Mig langar aldrei eins mikið að skreppa suður eða norður eins og fyrir jól. það er náttúrulega bara glæpur að fara fljúgandi það er svo dýrt! Ég fatta ekki alveg þessi nettilboð sem er verið að bjóða upp á? Það er aldrei neitt laust nema að þú pantir marga mánuði frammí  tímann. En svo ef maður hringir og tékkar á hvað er mikið laust þá er sko bara hálf vél! já Við hér út á landi megum nú alveg kvarta yfir þessu;)

En hvað segið þið annars um þessa blessuðu krónu okkar? Haldið þið að þetta sé bara virkilega að ganga upp? Þá meina ég hvort að þeir hafi bara sett hana á fullt og hún bara styrkist og verðbólgan hjaðni hraðar en búist var við? Eða eru þeir bara að reyna að friða okkur svona rétt fyrir jól og fleyta henni svo á fullt eftir áramót og þá verði þetta ekki svona auðvelt. En ég veit svosem ekkert um þetta. En maður heyrir hitt og þetta. Ég er búin að temja mér jákvæðni í kringum þetta allt saman. Það þíðir ekkert annað. En hef samt skoðanir á þessu líka.

Jæja þetta er fínt í bili og ætla að verða reyna að vera duglegri að blogga á næstu dögumTounge

Nokkrar myndir frá jólum 2007.

desember_2_039.jpgStefán og Elísabet sest við jólamatinn.

Vá hvað þau hafa stækkað síðan fyrir ári síðan;)

 

 

 

 

 

 

desember_2_043-1.jpgVið mæðgur.

 

 

 

 

 

 

 

 

desember_2_047_747386.jpgFeðgarnir.

 

 

 

 

 

 

 

desember_2_061.jpgStefáni fannst mjög fyndið að fá dúkku í jólagjöf;)

 

 

 

 

 

 

 

desember_07_nyja_velin_123.jpgDíana ósk sæta.

Bara bara rúmlega 3 mánaða.

 

 

 

 

 

 

 

 

desember_07_nyja_velin_152-2.jpg Við systkinin. Ég er sko næst elst og er sko mynnst;/

 


Jólaskap!

Það er greinilega ekki svo gefið fyrir alla að komast í jólaskap. Ég er tildæmis þannig að ég kemst ekki svo auðveldlega í þennan jólafíling eins og svo margir komast í þegar að lýða fer að jólum. Mér finnst það mjög leiðinlegt að vera ekki meira jólabarn og finnast þetta rosalega skemmtilegur tími að undirbúa jólin. Maður nefnilega tekur þátt í öllum þessum undirbúning og finnst það kannski ekkert annað en kvöð og pressa stundum. En ég er ekki að segja það að mér finnist þetta leiðinlegt og stundum dett ég í gírinn og verð alveg gasalega dugleg;)

Ég tildæmis sit hér og blogga og hlusta á jólalög.                                                                Og uppahalds lagið mitt er: Ef ég nenni með Helga Bjöss he he. Aðeins að reyna að koma mér í gírinn. Herbergið hans Stefán er orðið klárt. Búið að parketleggja, mála og hann kominn með nýtt rúm og fataskáp. Þvílíkur munur á einu herbergi! Enda er hann hin ánægðasti. Það verður síðan fljótlega byrjað á skvísu herbergin.

Jæja ætla að fara koma mér í háttinn. Ég og Sólveig vorum með klúbb hér heima hjá mér.

kjaftaátklúbb eins og kallinn minn kallar þettaLoL

 Set nokkrar nýjar myndir hér í albúm með fínu breytingunum á herberginu

3079825998_774e2beb2a.jpgNesbakki.

 

 

 

 

 

 

 

desember_08_048.jpgKrakkarnir í fína nýja rúminu hans Stefáns.


Kreppa hjá jolla!!!

Já við fórum í dag niður í bæ til að sjá jólatréð tendrað. Það var bara æðislegt jólaveður!                  mikil snjókoma og logn. Krakkarnir biðu spennt eftir ´jólasveininum, eftir að hafa sungið nokkur jólalög. Jólasveinarnir komu síðan með tilheyrandi háfaða upp á slökkviliðsbílnum.  Þeir sungu nokkur jólalög með krökkunum og eitthvað farnir að ryðga á textanum heyrðist mér. Svo var komið að aðalatriðinu! Það var að fá epli eða mandarínu hjá Sveinka. Elísabet komst hvergi nálægt þeim fyrir fólki sem að var að bíða eftir að börnin sín fengu eitthvað gott. En ég sagði við hana bíddu bara róleg þangað til það verða ekki eins margir´. En allt í einu að þá sé ég bara hvar jollarnir láta sig bara hverfa! Dóttir mín lýtur á mig með undrandi augum og segir síðan: Þeir hafa bara farið að ná í meira. En þeir létu ekkert sjá sig meir. Helmingurinn af börnunum þarna niður í bæ sat eftir með sárt ennið og tárin í augunum yfir því að fá ekkert! Hvað er málið? Hvað klikkaði svona illilega?

Ég var sár og svekkt fyrir hönd barnanna. Dóttir mín sem að er orðin 7 ára var sár yfir þessu, en með jafnaðargeð. Hún sagði við mig æ mamma við skulum bara fara út í búð og kaupa mandarínu.     Þessi elska;) En 3, 4, 5 ára gömul börn bara skilja þetta ekki. Jæja gæti svekkt mig á þessu eitthvað meir en ætla ekki að gera það. Þetta verður vonandi eitthvað sem að gerist ekki aftur.

En lokksins kom nú blogg frá mér;)

Þóra kveður í bili.


Myndir

Ég elska ljósmyndir!

hér koma nokkrar. Klikkið 2 á myndina til að skoða stóra;)

3054580514_dfbc95a893.jpgStöllurnar Guðný og Hrafnhildur.

 

 

 

 

 

 

 

3053715147_fa6d9e6957_736012.jpg

 

 Ég, Stebbi og Elmar í Twister;)

 

 

 

 

 

 

 

 november_08_131.jpg

 

 

 

 

 Stebbi tók smá show fyrir okkur;)

 

 

 

 

 

 

3042084490_a9e78ed452.jpg

 Börnin og gamla bryggjan fyrir

neðan mömmu og pabba.

 

 

 

 

 

 

 

3014286518_6b5a570df7_736021.jpg

 Karítas og Úlfur.

 

 

 

 

 


Mamma er ég glasabarn?

Dóttir mín var ný skriðin upp í rúm þegar að þessi svo útpælda spurning kom úr hennar munni!  Mamma er ég glasabarn? Og ég sagði bara HA.. Og þá kom næsta spurning og hún var: Er ég keisari? Nei svaraði ég. og þá sagði hún Ok.. Þá vann ég sundkeppnina. Hvaða sundkeppni spurði ég þá? Nú þegar að ég var lítil fruma! Ég var sem betur fer ekki inn í sama herbergi og hlegið upp í opið geðið á henni! Þetta var svo einlægt og útpælt.  Svo fattaði ég að þegar að hún var nú búin að spyrja mig að þessu öllu að þau í bekknum fengu heimsókn frá hjúkkum í gær sem að voru að útskíra fyrir þeim hvernig börnin verða til he he. Bara gaman.

En annar hafið það gott um helgina öllsömul.

Þóra kveður í bili.

img_8779_jpg.jpgtöffarinn með brettið sitt í myndartöku hjá Siggu.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

img_8821.jpg

 Elísabet Sæta.


Gleði eða sorg?

Getur einhver sagt mér það hvort að þetta sé eitthvað til þess að gleðjast yfir eða verður þetta bara púl næstu árin fyrir mig, manninn minn og börnin mín þegar að þau ætla að koma sér fyrir?

Þetta er eitthvað sem að  hin almenni borgari veit sennilega ekki nóg og vel. Ég er ekkert að finna fyrir þessu í dag en ég bíð alltaf eftir einhverjum skell sem að ég veit ekki hvort kemur eða ekki.Maður finnur að allt hefur hækkað í búðum og fl.. en vona að það verði ekkert meir.

Jæja svo víst að þetta sé gengið í gegn held ég að einhverjir ættu að fara að skrifa undir uppsagnabréfið sem að er vonandi bara í rassvasanum hjá þessum plebbum.

Það verða ekki fleiri kreppufærslur hér og hananú.

Ég er farin í bælið kæru samlandar.

góða nótt.


mbl.is IMF samþykkir lán til Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svakalega rólegir dagar.

Það er eitthvað svo rólegt yfir öllum þessa dagana. Ég var á næturvakt og er varla búin að sjá börnin mín í sólahring;( Er síðan að fara aftur í kvöld og er þá komin í 10 daga frí. Uss ég er bara fegin.

Áskriftin á barnalandi er runnin út og ætla ég að geyma það aðeins að endurnýja hana. Það er alveg nóg að vera með bloggsíðu og myndasíðu á flickr já og ekki má gleyma facebookinu he he.  verð bara dugleg að setja inn myndir á þetta allt saman. 

25 + hópurinn er búin að vera alveg súper rólegur enda vantar nokkrar í hann.  Það verður að vera einhver hittingur á milli jóla og nýárs þegar að flestar eru heima.

jæja nenni þessu bara ekki meir. 

Góðar stundir öll og farið vel með ykkur.

november_08_042-1.jpg

 

Beta Sif

 

 

 

 

 

 

november_08_089.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

november_08_097.jpgStrákar að stelast

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

november_08_057-1.jpgViska, Virðing, vinátta


Nokkrar gamlar

gamlar_myndir_049.jpg

 Þetta er ég. 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

gamlar_myndir_047.jpgÉg með Hafþór bróðir á baki.

 

 

 

 

 

 

 

gamlar_myndir_064-1.jpgAfmælið mitt "92

 

 

 

 

 

gamlar_myndir_053.jpgElísabet Sif ekki meira en 3 vikna.

því hún fór í sína fyrstu klippingu þá;)


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband