15.10.2008 | 17:44
Orðin grasekkja á ný
Jæja þá er kallinn farinn út á sjó eftir mánaðarfrí. Það er alltaf jafn tómlegt þegar að hann fer og það tekur nokkra daga að venjast því fyrir alla á heimilinu.
En annars er ég komin í smá aukavinnu. Ég réði mig upp á leikskóla í afleysingu og held að það verði bara nokkuð gaman. Ég bara gat ekki hugsað mér að sitja heima hjá mér í vetur og vera bara í vinnunni meðan aðrir sofa og sofa á meðan að hinir vaka;) Það getur verið einmannalegt að vera bara svona á næturvöktum. Sértaklega fyrir mig sem að er mikil félagsvera og finnst gaman að vera í kringum fólk. Þannig að þetta er bara jákvætt
Jæja ég ætla að fara að huga að kvöldmat og hef þetta stutt að þessu sinni.
góðar stundir.
hér sjáið þið hvað Ingvar er eðlilegur.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 17:48 | Facebook
Athugasemdir
innlitskvitt ;)
Aprílrós, 15.10.2008 kl. 19:54
Já Ingvar er auðvitað bara eðlilegur
Úrsúla Manda , 15.10.2008 kl. 22:38
Hvar ertu á næturvöktum??
SigrúnSveitó, 17.10.2008 kl. 20:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.