Málfrelsi hér á landi. Er það ekki?

Fólk má að sjálfsögðu hafa misjafnar skoðanir á hlutunum.  En Þetta eru skoðanir Bubba og margra annarra, en það eru bara ekki allir sem að láta ljós sitt skína og þora að segja það sem að þeim finnst. Mér persónulega finnst að umhverfissinnar fara offörum hér um landið og láti í sér heyra. En það má alls ekki segja neitt gegn þeim eða gera að þá verður allt vitlaust. Ekki telst það nú löglegt að klifra upp í krana eða leggjast á miðja götu til vekja athygli á boðskap mótmælana. En ég skil samt alveg afhverju þeir gera þetta. Það er bara gert allt til að vekja fólk til umhugsunar. Ekki er fólk að taka sig saman eins og umhverfissinnar og mótmæla efnahagslífinu í landinu! Ég held að við fengjum nú ekki fólk utan úr heimi til að príla upp í krana til þess. og hvað ætli það séu margir Íslendingar sem að eru í öllum þessum mótmælum? Bara veit ekki. En það eiga allir rétt á að tjá skoðanir sínar án þess að vera grýttir.     

SEM BETUR FER HEFUR FÓLK SKOÐANIR .


mbl.is Bubbi liggur undir ámælum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Efnahagslíf sem lent hefur í lægð ...getur rétt úr kútnum

 Framkvæmdir á borð við Kárahnjúkavirkjun hafa óafturkvæm áhrif á náttúruna, náttúran ...getur ekki rétt úr kútnum

 Kannski er það ástæðan fyrir því að útlendingar flykkjast hér til lands? Til að bjarga því sem bjargað verður því á Íslandi er enn til ósnortin náttúra, nokkuð sem telst til verðmæta víðast hvar annars staðar í heimi en hér. Amk. var náttúra á Kárahnjúkaverðsvæðinu með verðmiðann 0 krónur þegar arðsemismat var framkvæmt

Virkjunarsinnar á Íslandi eru almennt forpokaðir smáborgarar sem sjá ekki lengra fram í tímann en sem nemur visatímabili

Hressandi

J. Triumph (IP-tala skráð) 21.7.2008 kl. 16:31

2 Smámynd: Þóra Elísabet Valgeirsdóttir

He he já kannski. Og það er alveg rétt með náttúruna sem að við höfum hér á Íslandi. En það sem að ég held að hrjái marga umhverfissinna er þröngsýni á hvað svona virkjanir geta líka hjálpað fólkinu í landinu. Og þá meina ég í sambandi við atvinnu og framboði og eftirspurn á húsnæði. það er þetta sem að hefur verið að rífa smábæi upp á rassgatinu og skapa atvinnu. Mér finnst það persónulega mikilvægara.  Ég er alveg með virkjunum, en upp að vissu marki. Hvar á stoppa?

Þóra Elísabet Valgeirsdóttir, 21.7.2008 kl. 17:15

3 Smámynd: María Katrín Jónsdóttir Ármann

Umhverfissinnar eru nauðsynlegir, held því miður að þeir fái nú sárasjaldan sínu framgengt en þeir eru  allavega skondnir og skemmtilegir og dettur margt í hug Persónulega hef ég ekki enn getað ákveðið mig hvar ég stend í stóriðjumálum, en verð sennilega búin að komast að niðurstöðu fyrir sextugt

Hlakka líka til að fá Löduna mína í stæðið Er að bíða eftir númerunum

Kv MK 

María Katrín Jónsdóttir Ármann, 21.7.2008 kl. 21:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband