Þetta daglega mál og ADHD.

Jæja þá er helgin að baki enn og aftur. Tíminn er svo fljótur að lýða! Ég veit stundum ekkert hvað ég á af mér að gera svona ein heima á morgnanna. Ég ætla alltaf að vera svo ótrúlega dugleg, en svo verður stundum bara eitthvað svo lítið úr hlutunum.

Stefán er búin að vera mjög lítið heima þessa dagana og við mæðgur erum búnar að vera dunda okkur voða mikið einar. Mikið að gera hjá gaurnum. Hann er búin að vera mjög mikið í sundi í kuldanum og finnst það æðislegt! Sem að er bara frábært. Það er verið reyna einblína mjög mikið á lesturinn hjá honum þessa dagana og það gengur svona la la heima. Oft finnst mér betra að sleppa því að láta hann lesa frekar en að allt fari í háa loft. Svona þegar að ég finn að hann er ekki vel stemmdur. En ég get bara ekki annað sagt en hvað það er yndislegt fólk í kringum hann niður í skóla sem að vill allt fyrir hann gera. Við finnum það öll að eftir að hann hætti á lyfjum er hann miklu glaðari að öllu leiti. En það koma góðir og slæmir dagar hjá þessari elsku. 

Að eiga barn með ADHD getur verið rosalega erfitt, en líka mjög gefandi. Maður verður líka að geta hlegið jafn sem grátið yfir sumum hlutum sem þessar elskur taka upp á. Þessi börn ráða ekki við sig og kjósa sér þetta ekki . Þetta er taugaröskun sem að veldur þessari hegðun og það eina sem að við sem  foreldrar og kennarar getum gert að reyna að hjálpa þeim að takast á við daglega lífið, eins og hinir gera og þurfa kannski ekki að hafa jafn mikið fyrir því.  Þetta er oft erfitt og hrærir vel upp í fjölskyldulífinu;) Bara það eitt að pabbi er mikið út á sjó og kemur heim stundum í stuttan tíma í einu getur verið mjög erfitt. Þá reynir á margt. Td veit Stefán það að pabba langar nú ekki að vera með einhver leiðindi svona nýkominn í land, og hann stundum plataður upp úr skónum he he. En allt er þetta spurning um venjur og reglur sem að er oft frekar strembið. En það er það sem að lætur öllum börnum lýða betur.  

Ég gæti skrifað hér endalaust en ætla nú ekki að gera það. stundum er gott að koma hlutunum frá sér og deila með öðrum. Oft er þetta ekki auðvelt og ég hugsa svo mikið um hvernig það á eftir að ganga á unglingsárum með piltinn. En það er svosem nógur tíminn enn;) 

Hér koma myndir af nýja voffanum hennar Elínar og fjölsk.. Veit að Stellu langar að sjá hann;)

 

Þetta er Hann Haddi.

október 08 102

 

 

 

 

 

 

 

 

október 08 112

 

 Kráka og Haddi

 

 

 

 

 

 

október 08 127

 Sófus Örn saddur og sæll hjá mömmu sinni.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Stella Rán

Takk fyrir elsku Þóra! Já mig langaði sko að sjá, og fjölskylduna mína líka

Gott að lesa hitt sem þú skrifaðir, finnst að svona útskýringar ættu að vera sendar inn á hvert heimili á hverju skólaári. Þó maður sé búin að heyra þetta og veit af hverju er góð vísa aldrei of oft kveðin...

Bestu kveðjur frá okkur í Odense

Stella Rán, 28.10.2008 kl. 16:00

2 Smámynd: Aprílrós

Mjög gott hjá þér Þóra og svo mikið satt. Þekki þetta með barn með ADHD.

Aprílrós, 28.10.2008 kl. 16:05

3 identicon

Flott hjá þér Þóra

Anna Matt (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 18:53

4 identicon

Gaman að sjá myndir. Þú stendur þig ótrúlega vel! :)

Knús og kram frá borginni. :)

Anna Matt (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 18:59

5 identicon

O hvað þetta er flott færsla hjá þér Þóra mín. Þú ert svo góður penni kemur hlutunum svo flott frá þér. Það er líka bara svo ótrúlega mikil vægt að skoða aðstæður fólks áður en maður dæmir.

Aðgát skal höfð í nærveru sálar. kannski væmið hjá mér en SATT

Knús á ykkur

Siggga m 

Sigga Magga (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 15:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband