Gleði eða sorg?

Getur einhver sagt mér það hvort að þetta sé eitthvað til þess að gleðjast yfir eða verður þetta bara púl næstu árin fyrir mig, manninn minn og börnin mín þegar að þau ætla að koma sér fyrir?

Þetta er eitthvað sem að  hin almenni borgari veit sennilega ekki nóg og vel. Ég er ekkert að finna fyrir þessu í dag en ég bíð alltaf eftir einhverjum skell sem að ég veit ekki hvort kemur eða ekki.Maður finnur að allt hefur hækkað í búðum og fl.. en vona að það verði ekkert meir.

Jæja svo víst að þetta sé gengið í gegn held ég að einhverjir ættu að fara að skrifa undir uppsagnabréfið sem að er vonandi bara í rassvasanum hjá þessum plebbum.

Það verða ekki fleiri kreppufærslur hér og hananú.

Ég er farin í bælið kæru samlandar.

góða nótt.


mbl.is IMF samþykkir lán til Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta verður eitthvað púl - en fyrst við lentum í kreppunni verður ekki hjá því komist. Bara það að bankarnir féllu, fyrir utan allt Icesave málið, hefði gert það að verkum að við hefðum þurft að endurgreiða þessi lán til að byggja upp bankakerfið, sama hvað.

Það sem við þurfum virkilega að óttast er hvort að Landsbanka eignirnar muni duga fyrir innistæðum úr Icesave. Ef það fer mjög illa og þær ná ekki yfir nema smá hluta, þá ráðlegg ég þér og þínum börnum af þessu landi.

Helgi S. karlsson (IP-tala skráð) 19.11.2008 kl. 23:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband