1.10.2008 | 16:41
Ekki grasekkja í augnablikinu.
Já er búin að sjá það að ég hef ekki eins mikla þörf fyrir að blogga þegar að kallinn er heima.
En ég er líka búin að vera í svo miklu veseni með tölvuna og hef ekkert getað loggað mig inn hérna.
En svona út í aðra sálma sem að ég hélt að ég færi nú alls ekki að velta mér upp úr! Og það er peningamál hérna í landinu. En held að allir séu búnir að fá nóg af því að hlusta eða lesa um þau mál. En hvað á maður að halda? Ég meina á maður að fara að taka slátur
Nei ég held ekki. En ef ég hefði verið að kaupa mér dýrt hús og nýjan bíl að þá færi ég kannski að huga að því. Ég las einmitt svo skemmtilegt blogg um daginn þar sem að einn var að segja frá því að hann og kona hans hefðu ekki fyrir svo löngu keypt sér íbúð fyrir sunnan og allt á erlendum lánum Aumingja fólkið! En hann sagði líka að hann og konan hans væru komin yfir það að vera hrædd og áhyggjufull yfir í það að hlæja svona hryllingshlátri þegar að þau heyrðu að krónan lækkaði. Já sumt bara kemst maður yfir og þá er stundum gott að geta látið kæruleysið ráða ferðinni. Þangað til annað kemur í ljós.
En nú ætla ég að skella nokkrum myndum hérna inn af okkur fallega fólkinu á Nesbakka 16.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Gaman hjá krökkunum ;)
Aprílrós, 1.10.2008 kl. 22:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.