26.8.2008 | 10:06
Til hamingju með afmælis yndislegi óþekki strákurinn minn!
Ég ætla að herma aðeins eftir henni Maríu K
Hann Stefán á afmæli í dag og er orðin 9 ára! Það er alltaf svo skrítið að skoða gamlar myndir frá því að krakkarnir voru ponsu lítil. Þetta er ekki eðlilega fljótt að líða!
Stefán er Yndislegur að öllu leiti en hann er líka jafn óþekkur
Enda sagði mamma líka alltaf við mig þegar að ég fór að tala um það að hann væri svolítið uppátækjasamur. Þóra: við hverju bjóstu eiginlega? Hugsaðu nú bara aðeins um það hvernig þú og Ingvar voruð á yngri árum he he. Það er líka alveg rétt. Og mér finnst líka bara ekkert að því að nota orðið óþekkur. Er það ekki ágætis tilbreyting frá því að kalla flest öll börn ofvirk eða með athyglisbrest og fl..?
Hérna er pjakkurinn á nokkrum aldurskeiðum.
Stefán næstum nýr;)
Mamman frekar mygluð eitthvað!
Brúnaþungur eins og pabbi;)
í myndartöku hjá Siggu Möggu;)
Ég gat alveg verið góður við systur mína. en það er samt langt síðan;)
Sæt í baði
3 ára gutti.
Þróttari
og svona er ég mikill massi í dag;)
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 10:09 | Facebook
Athugasemdir
Til hamingju með guttan. Þetta er ótrúlega fljótt að líða, fer bráðum bara að koma að því að hann verður fermdur.
Kv.Anna Kristín og co.
Anna Kristín (IP-tala skráð) 26.8.2008 kl. 10:40
Til hamingju með strákinn. Omg hvað tíminn líður hratt, finnst svo stutt síðan að þú áttir bara hann og hugmyndin um að eiga annað barn var svo fjarlæg...
Eigið góðan afmælisdag
Stella Rán, 26.8.2008 kl. 11:00
Til hamingju með strákinn
Úrsúla Manda , 26.8.2008 kl. 15:14
Æ til hamingju með hann. Já þetta er alveg ótrúlegt. Ótrúlega gaman en jafnframt eitthvað svo sorglegt
Kv frá okkur í Víðimýri 9
María Katrín Jónsdóttir Ármann, 26.8.2008 kl. 19:49
Á maður ekki að senda svona blogg kveðju .. he he .. Fyrst ég er aðeins búin að hitta þig einu sinni í dag og tala við þig í síma .. he he .. En til hamingju með óþekka krakkann og vonandi eigið þið kósý kvöld saman, eða svona síðustu 10 mínúturnar af því ( held að Stefán sé hérna fyrir utan og klukkan að verða 9 ) .. Þeim finnst svo gaman að leika við mömmur sínar !!
Afmælisbloggkveðja frá okkur hjá vitanum
Hrafnhildur Þórarinsdóttir, 26.8.2008 kl. 20:53
Til hamingju með pjakkinn. Tek undir með mömmu þinni...þú velgdir nú foreldrum þínum vel undir uggum...langt frameftir aldri
Knús og kossar
SigrúnSveitó, 26.8.2008 kl. 22:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.