Ég er hér enn!

Já það er bara búið að vera nóg að gera undanfarna daga hér á Nesbakka 16. Verslunarmannahelgin að baki og gestirnir farnir.
Þetta er allt búið að vera voða ljúft. Við kíktum á tvö böll um helgina og á laugardeginum fórum við í brúðkaup hjá Stellu og Helga. Það var hrikalega flott og æðislega gaman! Brúðurin var í dökkbrúnum kjól og brúðguminn í dröppuðum jakkafötum. Bara alveg eins og það átti að vera hjá þeim. Ekki bara hvítt og svart;)
Við skötuhjú skelltum okkur til Akureyrar á mánudaginn og komum heim aftur í gær. Það var sko farið fínt út að borða og tekið sér                         Hótelherbergi á hótel EdduTounge Held að við höfum bara ekki leyft okkur þetta áður. En við fórum nú eiginlega til þess að sækja subban sem að er komin  á bílasölu á Egilstöðum núna. þannig að við gerðum þetta bara að rómó ferð í leiðinni. Ingvar fer út á sjó á föstudaginn í einn stuttan túr og er þá komin í frí, þá er ferðinni líka heitið til Tenerife þann 2 sept.
Ég er líka búin að sjá það að meðan kallinn er í landi að þá er ég ekki mjög svo dugleg að blogga! Það er bara meira verið að brasa.

Það koma inn nýjar myndir fljótlega.

jæja þangað til næst .



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gaman að sjá blogg frá þér.. Það var nú pínu skrítið að hafa ykkur ekki á sunnudagsballinu verð nú bara að segja það sko oo hvað hefur verið ljúft hjá ykkur á akureyri.. Stella og Helgi voru ekkert sma sæt og fín sá myndir..

heyrumst skvís

Sigga Magga (IP-tala skráð) 6.8.2008 kl. 19:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband