20.7.2008 | 00:14
Heima er sko best!
Æ hvað það er alltaf gott að koma heim þó svo að það sé líka alltaf gaman að fara í smá frí.
Ég hef svona verið að pæla í flughræðslu eftir ferðina frá rvk til Egilst.. Ég á bara frekar erfitt í flugi. Ég verð öll svona þvöl í lófunum, en þó yfirleitt þegar að fer að nálgast lendingu og vélin fer svona aðeins að hristast. Þetta er hrikalega óþægileg tilfinning sem að fólk sennilega ræður illa við. Ég til dæmis skil ekki af hverju ég varð svona flughrædd eftir að ég fór að eldast. En það er sennilega bara eftir að ég átti krakkana. Ég reyni að hugsa eitthvað annað en það grípur mig bara einhver tilfinning sem að ég ræð ekki við. Það verður sennilega bara skellt í sig nokkrum staupum áður en haldið verður til Tenerife
Hrafnhildur og Stella komu í mat í kvöld í kjúlla. Voða næs með hvítvíni og alles.
Senn fer að líða að verslunarmannahelgi og brúðkaupi. En næstu helgi förum við á ættarmót á Fárskrúðsfjörð og þá verða einmitt franskir dagar. Við fórum á síðasta ári á franska og það var heljarinnar fjör. Fárskrúðfirðingar kunna sko að skemmta sér;)
Læt þetta gott í bili úr blíðunni hér fyrir austan.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
úff...flughræðsla...já, ég held hún komi nánast ósjálfrátt þegar maður er búinn að eignast börn...ég er að drulla á mig bæði í flugtaki og lendingu...og skil ekki hvernig mér datt í hug að fara að fljúga...ótilneydd!!
Sjáumst á Neistó
SigrúnSveitó, 20.7.2008 kl. 12:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.