ÞOKUBLOGG;)

Einhvertímann heyrði ég þá sögu að þokan væri prinsessa í álögum.      Og ef allir mundu hugsa vel til þokunnar á sama tíma mundi hún fara og aldrei koma aftur.. já og að prinsessan yrði laus úr álögunumWizard
Við getum náttúrulega verið fullviss um það að ekki væri hægt að fá alla til að hugsa vel til þessara helv... þoku sem er búin að liggja hér yfir firðinum fagra núna í viku eða svoAngry En já svona er þetta bara.
Við gerðum heiðarlega  tilraun til að fara úr þokunni í morgunn og skelltum okkur yfir á Eskifjörð í sund með Sólveigu og Rebekku.             Það var hrópað húúrrra.. þegar að við sáum út um göngin Eskifjaðrað megin. Því að við sáum bara sólina skína inn um opið hinumegin. En vitið menn, þegar að við keyrðum út að þá lá þessi líka svartaþoka yfir Eskif.. og Reyðarf. Vá hvað það voru mikil vonbrigði!!!    Ingvar er að koma í land í fyrramálið og fer sennilega út aftur á sunnudaginn. það verður sennilega gert eitthvað skemmtilegt um helgina. Eistnaflug er að sjálfsögðu helgina og ég var að heyra að það væri búið að kaupa um 1000 miða inn!!! Það er rosalegt. 
Það verður bara mjög gaman að fá nýtt fólk í bæinn og bara hrein skemmtun að sjá alla pönkarana og rokkarana labba hér um í þessum rólega bæ;) 

Hafið það gott um helgina.

Smellið 2 svar á myndina til að sjá hana stóra .

júlí 08 008

 

 

 

 

 

 

 

 

                                                                                                   

júlí 08 018

 

 

 

 

 

 

 

                                         júlí 08 049


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrafnhildur Þórarinsdóttir

Maður þarf bara að fara til Egilsstaða til að ná í sólina  .. Ég keyrði alla leið frá Keflavík í gær með miðstöðina á kaldasta .. .. Síðan kom ég í fjörðin fagra og þá var sko sett á heitasta !

Hrafnhildur Þórarinsdóttir, 10.7.2008 kl. 12:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband