Rólegir dagar.

Það er alveg svakalega rólegt hjá okkur mæðgum hér þessa dagana. Stefán er upp á  héraði og skemmtir sér konunglega.  Við erum að tala um það að það er búið að rigna stanslaust í 2 sólahringa! Maður er svona að reyna að halda ró sinni en ég fer bráðum alveg að tapa gleðinni hérnaFrown. Það er heldur ekki bara það að það rignir stanslaust, heldur allur júní búin að vera sólarlaus með meiru. Það spáir sól og blíðu um helgina samt. VEIIII...                                                                                             Ingvar kemur í land í næstu viku, en stoppar stutt. Svo verður bara komin vesló áður en maður veit af. Ég er að fara í sumarfrí núna miðjan júlí. Æ hvað það verður nú gott. Ég finn það eftir svona tarnir á næturvöktum að þá verð ég bara eitthvað hálf drusluleg og ringluð í svolítinn tíma á eftir.   Ég tók myndarvélina með mér upp í hérað um daginn og ætlaði nú aldeilis að vera dugleg að mynda! En það bara var ekkert sérstakt veður til þess.  Ég veit ekkert meira slakandi en að fara ein með myndarvélina og taka myndir bara af einhverju sem að mér dettur í hug. Eitthvað sem að mér finnst spennandi. Enda segir Ingvar stundum við mig: bíddu hvað er þetta? Þá er kannski mynd af þara eða eitthvaðWink.  Enda eru áhugamálin fyrir mann sjálfan en ekki aðra segi ég.

Klikkið 2 sinnum á myndina til að skoða hana stóra.

Júlí 07 024

 Upp á þjóðvegi.... 

Þær hafa hugsað hvað er þessi bjáni að gera þarna niðurfrá;)

 

 

 

 

 

 

 

Júlí 07 020

 Reyðarfjörður.

 

 

 

 

 

 

 

Júlí 07 022 Litagleði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Alveg sammála þér með myndatökuna..  mér langar alltaf að taka myndir af gömlum niðurníddum kofum eða girðingum, eða þvotti á snúru.. já eða gamla ljóta bílskúrnum á Eskifirði við aðalgötuna, með trjánum í kring þú veist.. eða ekki.. en horfir kannski eftir honum næst.. mér finnst hann flottur.. og langar að taka mynd af honum.. tók líka einu sinni flotta mynd af eldgamaldags blárri bensíndælu í Noregi, við yfirgefna bensínstöð úti í skógi, en ég finn hana ekki..

Og hvað er málið með veðrið? maður kemst ekkert út á pall að sóla sig:(

sumarið kom og fór í maí og hefur ekki sést síðan..

Ragna (IP-tala skráð) 3.7.2008 kl. 04:52

2 Smámynd: Úrsúla Manda

Alveg er ég hjartanlega sammála með sólarleysið... þetta fer að verða svolítið þreytt! Ég er orðin svo svartsýn að ég trúi ekki að góða veðrið komi um helgina fyrr en ég sé það

Úrsúla Manda , 3.7.2008 kl. 21:33

3 identicon

Gegguð myndin af rollunum.. Rolluer eru eitthvað svo dingaðar ;o)

Bið að heilsa

x Heba

Heba Agneta (IP-tala skráð) 3.7.2008 kl. 22:50

4 Smámynd: Þóra Elísabet Valgeirsdóttir

En nú fer sumarið að koma!!!

veit það sko bara...

Þóra Elísabet Valgeirsdóttir, 3.7.2008 kl. 23:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband