Eldsneyti!

Eins og allir vita að þá hefur eldsneyti hækkað alveg gífurlega síðustu mánuði og fer enn hækkandi! Það liggur við að maður sé hættur að ergja sig á þessu þegar að maður sér að það hefur hækkað. Það hækkar líka ekki bara um örfáa aura, heldur krónur. Ég fór nú samt að pæla í einu, og það er það að við fjölskyldan ásamt öðrum sjómanns fjölskyldum erum að borga meira heldur en margir aðrir. Við erum að tala um það að Ingvar er að borga olíuna á skipinu sem að hann vinnur á! Þetta væri eins og að þið væruð að borga rafmagnið á vinnustaðnum ykkar eða vörubílstjórar eða þeir sem að vinna við keyrslu og slíkt væru að borga olíuna eða bensín á vélarnar hjá fyrirtækinu sem þeir vinna hjá. Mér gremst þetta gífurlega! Þetta er til háborinnar skammar að menn sem að fara frá fjölskyldum sínum marga daga eða vikur, mánuði að heiman þurfi að borga fyrir það. Ég held að sjómenn láti margt yfir sig ganga í samnings málum. En þeir vita það líka að ef þeir láta eitthvað heyra í sér að þá hefur það bara verið þannig í gegnum tíðina að þeim er bara hótað. Það kemur bara maður í manns stað. Mönnum er sagt upp  plássunum sínum þegar að skip eru seld og það er ekki endilega víst að þeir fái pláss á nýju skipi sem kemur í staðin og ekki víst að það verði neitt nýtt skip keypt. Já Það er ekki mikil öryggistilfinning að vera sjómaður, það er eitt sem er víst. Þetta er vanmetið starf.
Þetta er mín skoðun og þarf ekki að spegla skoðun annarraCool

En út í aðra og rólegri sálma he he. Börnin mín eiga flug til Egilst.. á morgunn. Æ hvað verður gott að fá þau heim. Reyndar verður Stefán eftir hjá Ella Steina og co, og hlakkar mikið til. Eins og ég greindi frá í fyrri færslu að þá fóru börnin mín í heimsókn á Kvíabryggju. Þeim fannst þetta æðislegt og það var mikið leikið sér og mikið fjör. Elísabet skellti sér í sjómann við Kalla Bjarna og vann hann að sjálfsögðu á báðum he he. Hún var nú ekki á því að þetta væri fangelsi og sagði að þetta væri gistiheimili og því var ekki haggaðGrin Ég er alveg á því að þau hafa haft sannarlega gott af þessari reynslu og gleyma henni seint. Ég vil bara þakka þér kæra Birgitta fyrir börnin mín svona ef að þú lest bloggið mitt kæra frænkaKissing

Kveð í bili.

Er á leiðinni á næturvakt og góða nótt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Úrsúla Manda

Ég er nú sammála Elísubetu, þetta er ekkert fangelsi - bara ágætis gistiheimili og sérstaklega eftir að Árni J var þarna... ég meina mennirnir sofa meira að segja á R.B. rúmum!!

Úrsúla Manda , 30.6.2008 kl. 22:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband