Helgin að verða búin.

Jæja þá er helgin að verða búin og mér finnst ég nú ekki hafa gert neitt af viti. Það er svona þegar ég er á næturvöktum að þá verð ég alveg hrikalega löt á daginn. Krakkarnir koma ekki heim fyrr en á morgunn og eru búin að skemmta sér konunglega á ættarmóti. Elísabet sagði mér í dag að hún væri sko búin að eignast fullt af nýjum vinum. Hún á sko ekki erfileikum með að kynnast nýjum krökkum þessi elska. Þegar að við vorum í kringlunni og smáranum fyrir sunnan í apríl að þá máttu við ekki setjast niður að þá sá ég hana farin að tala við einhverja krakka. Stefán er aftur á móti svona feimnari típa og finnst hann ekki þurfa að tala við einhvern af óþörfuJoyful. Hann er líkur pabba sínum að þessu leiti. Ég afrekaði það að taka gestaherbergið í gegn og guð minn góður ekki veitti af!!! Ég fer á síðustu næturvaktina í kvöld þangað til næsta sunnudag og þá fara krakkarnir kannski suður í sveitina til Birgittu frænku sinnar. Ekkert smá mikið að gera hjá þessum börnum! Ég var einmitt að segja við hana Hrafnhildi vinkonu mína að hvað það er tómlegt og hvað ég er löt þegar að þau eru ekki heima. En aftur á móti eins og hún sagði að þá á maður samt að njóta þess bara að dúlla sér.  Jæja ætla að hætta í bili.

Yfir og út.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrafnhildur Þórarinsdóttir

Ég hefði átt að vera glaðari yfir því að Viktor væri að koma heim, hann fór út um leið og hann vaknaði og er búin að koma heim til sín í 15 mín í allan dag ! Og klukkan er núna hálf 10 ..  he he .. Vildi að ég hefði þessa orku ..

Hrafnhildur Þórarinsdóttir, 16.6.2008 kl. 21:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband