Gott að eiga góða vini.

nóvember 052-1Já ég bíst við því að það verði pínu einmannalegt hérna heima þegar að krakkarnir eru farin á ættarmót án múttu sinnar. En þetta er nú kannski bara eitthvað sem að maður hefur gott af líka, að þurfa ekki að hugsa um neitt annað en sjálfa sig svona til tilbreytingar.
Ég er að fara á 4 næturvaktir og byrja í kvöld. Ég á eftir að hafa nógan tíma til að sofa á daginnSleeping.
Ég hef  sennilega ekki skrifað um það hvað ég á frábæran vinkonuhóp! Við erum af ýmsum stærðum og gerðum og aldri. við erum allar í 25+ hópnum og okkur finnst við æðislegar, sem að við erum að sjálfsögðuTounge Okkur finnst gaman að hittast og spila og fá okkur í glas, rífa kjaft og gera okkur að fíflum. en ekki síður að hittast yfir góðri böku með krakkagrísina með okkur. Við getum alltaf leitað í hvora aðra með flest allt og gerum það ef við þurfum.  En það er alltaf jafn sárt að sjá á eftir vini í burtu. en það er eitthvað sem að gerist með tímanum að fólk vill breyta til og prufa nýja hluti.  Ég fæ alveg pínu hnút í magann þegar að mér er sagt að einhver sé að flytja í burtu og á erfitt með að melta svoleiðis hluti, því að ég vil bara hafa alla sem mér þykir vænt um í kringum mig. Ég er náttúrulega líka svoddan frekja og get ekkert af því gertWink. Ég veit bara á endanum skila þær sér allar í 740 paradís.

Ógleymanlegt kvöld heima hjá Hrönsu 

nóvember 053


 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: SigrúnSveitó

Falleg færsla, elskan mín. Góðir vinir eru sannarlega dýrmætir og mikilvægur fjársjóður.

Njóttu daganna barnlaus :) Held að oft séum við mæðurnar meira háðar þeim en þau okkur...

Knús... 

SigrúnSveitó, 12.6.2008 kl. 16:30

2 identicon

Flott fæsla hjá þér Þóra...

Vinir eru eins og gamalt teppi hlýjir, mjúkir og endast að eilífu..

ójá þær koma alltaf aftur eða vonandi í 740 paradís er best að vera sem er EKKI sveit...

Hafðu það bara súper notalegt um helgina og njóttu þess

kv

Sigga Magga (IP-tala skráð) 12.6.2008 kl. 17:30

3 identicon

Fallegt blogg hjá þér SKVÍSA

"Traustir vinir geta gert kraftaverk,, það er bara þannig  

Þær koma aftur alveg viss um það enda bara æðislegt að búa hérna og fólkið hérna yndislegt, er svo ánægð að búa hérna að vera búin að kynnast svona breddum eins og mér hehehehehe

Hafðu það gott um helgina reyndu nú að sofa út almennilega eftir næturvaktina

Kv Skonsan

Hugga (IP-tala skráð) 12.6.2008 kl. 18:39

4 identicon

Það er svo gaman að lesa bloggið hjá þér, ótrúlega falleg færsla hjá þér... við skilum okkur öruggleg allar aftur í paradísina til að vera gamlar saman.. :) Hafðu það gott svona barnlaus einu sinni.. :) Knús og kossar.

Kv Anna Kristín

Anna Kristín Matt (IP-tala skráð) 12.6.2008 kl. 20:20

5 Smámynd: María Katrín Jónsdóttir Ármann

Vá hvað ég skil þig Með vinkonurnar og börnin.

Var að skila af mér ferfætlingunum rétt áðan og vill helst ekki hugsa til þess að ég sjái þau ekki í rúmar þrjár viku

En reyndu að njóta helgarinnar, verst að þú getir ekki tekið smá tjútt líka.

Kv MK 

María Katrín Jónsdóttir Ármann, 12.6.2008 kl. 22:29

6 Smámynd: Hrafnhildur Þórarinsdóttir

Já sæll ..

Við erum sko æði .. Stofnaðu bara háskóla og þá er málinu reddað !!

Hrafnhildur Þórarinsdóttir, 14.6.2008 kl. 20:04

7 Smámynd: Þóra Elísabet Valgeirsdóttir

Já Hrafnhildur þar komstu með það!!! Ég stofna bara háskóla
Það ætti nú ekki að vera mikið mál. 

Þóra Elísabet Valgeirsdóttir, 15.6.2008 kl. 14:27

8 Smámynd: Stella Rán

Við erum náttlega bara bestar í djamminu og verðum það alltaf...

Það er rétt hjá þér að hvergi er betra en í 740 paradís, en það er bara þroskandi að fara aðeins í burtu og koma svo til baka með menntun í farteskinu. Það tekur ekki nema 7 ár!!! Og þau eru nú ekki svo lengi að líða, Elísabet er að verða sjö sjáðu til...

En ef þú stofnar háskóla þá verð ég eftir hjá þér

Stella Rán, 16.6.2008 kl. 18:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband