er það ekki mánudagur til mæðu?

Jæja þá er helgin búin og vetrarfrí í skólanum í dag og á morgunn. Ég var að koma heim af 4 næturvaktinni og er bara voðalega þreytt eitthvað eftir þessar vaktir.  Ég finn líka hvað mér finnst orðið leiðinlegt að redda börnunum gistingu hjá ömmu eða vinum, þó að ég viti að það sé ekkert mál. Þá er þetta sennilega líka þreytandi fyrir þau.

En það er alltaf svo góð tilfinning að hlakka til einhvers eins og allir vita. Og ég get alveg sagt ykkur fyrir mína hönd að vera sjómannskona, þá er það tilhlökkunin að fá manninn sinn heim af sjónum það sem heldur því uppi.  Ingvar er að koma í land á morgunn og ég hlakka svo til að fá hann heim.  En hann kemur bara heim í 4 daga og fer svo aftur í 3 vikur. Það getur oft verið pínu strembið fyrir krakkana. En ég man að þegar að ég var lítil að þá var pabbi mikið út á sjó og það fór oft í taugarnar á mér þegar að hann kom í land þó svo að ég var mikil pabbastelpa! þá var það bara það að heimilislífið breyttist. Auðvitað langaði mömmu eitthvað að vera með pabba og ekki bara snúast í kringum rassgatið á okkur krökkunumWink

En nenni ekki meir í bili og bið bara að heilsa.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband