Vetur og helgin að baki.

Já það er sko komin vetur! Það bara snjóar úti og vetradekkin eru á leiðinni undir bílinn. Hrönn lagði af stað suður áðan á bílnum sem að er búin að vera upp á Kárahnjúkum í 2 ár, átti að fara í skoðun í Mars, ekkert dekk á bílnum eins og sum misstór og bílstjórasætið fast í öftustu stöðu!  Mér leist nú bara ekkert á þetta. En hún lét laga sætið og fær vetradekk á ReyðóWoundering

En helgin var bara æðisleg!!! Við 25 + hittumst hérna heima hjá mér á laugarkvöld.. og það var mikið talað og mikið hlegið. Hrönn þurfti náttúrulega að fá að vita hverju hún hefur misst af síðastliðin 3 ár.  Það hafa nú fæðst nokkur börn í vinkonuhópnum síðan að hún fór, og henni var bara sagt að hún yrði bara að fara í 2 ára skoðun til að kíkja á krakkagrísina he he. En sunnudagurinn fór nú í lítið annað en leti upp í sófa með kókglas og snakk. Ekki leiðinlegt að leyfa sér það stundum og veðrið sá líka til þess að manni langaði bara að liggja undir teppi.

Móðir mín og faðir áttu 30 ára brúðkaupsafmæli í gær! Til hamingju með það gömlu;) 

Og Stella ef þú ert að lesa þetta að þá vantaði þig svo sannarlega!   miss you. 

En kannski er þetta bara fínt, ég fer þá bara að sofa á skikkanlegum tíma eins og hinar he he.

nóvember 053 ógleymanlegt kveðjukvöld heima hjá Hrönn;)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Stella Rán

Auðvitað er ég að lesa þetta. Gott að finna það að maður er einhvers verður... hehe... En gaman að það var gaman, það verður líka gaman næst þegar við hittumst

Stella Rán, 20.10.2008 kl. 12:01

2 identicon

Jæja já það er bara svona..  ég er líka að lesa þetta ..  hehe :) Flott að heyra að það var gaman hjá ykkur ég hugsaði mikið til ykkar á laugardaginn og ætlaði sko að hringja en gleymdi því svo.. Sjáumst vonandi fljótlega.. kannski á showi??

Anna Kristín (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 21:58

3 Smámynd: Hrafnhildur Þórarinsdóttir

Hvaða hvaða .. Þú varst nú farin að geispa þarna um fjögur !! Og Hrönn næstum sofnuð í sófanum .. hehe .. EEEElllliii - Hvað er það ;) Ég ætla pottþétt út næstu helgi líka og þá er ég búin að taka 3 í röð .. Langt síðan það hefur gerst.

Hrafnhildur Þórarinsdóttir, 20.10.2008 kl. 22:50

4 Smámynd: Þóra Elísabet Valgeirsdóttir

Hvað voðalega eru þið eitthvað viðkvæmar stelpur mínar!

hrafnhildur mín.. smitaðist svo mikið af geispinu í þér

vonandi skemmtir þú þér vel næstu helgi. 

Þóra Elísabet Valgeirsdóttir, 21.10.2008 kl. 07:26

5 identicon

Ég var að kvitta.. ef þetta var skot á mig að ég væri farin að geispa.. ég allavega fatta ekki brandarann.. hehe :) Hrafnhildur dugleg í djamminu gott hjá þér. :) Kveðja úr borginni..

Anna Kristín Matt (IP-tala skráð) 21.10.2008 kl. 22:22

6 Smámynd: Þóra Elísabet Valgeirsdóttir

Þetta er ekki skot á neinn hér.

Vona að þið farið nú ekki að taka mér allt í einu svona alvarlega! 

kveðja Þóra 

Þóra Elísabet Valgeirsdóttir, 21.10.2008 kl. 23:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband