Góðir hlutir gerst hægt;)

Jæja það er best að halda áfram að vera dugleg;) Við fórum á skíði á sunnudaginn og ég á eftir að lifa lengi fyrir þann dag! Það bara var svo geðveikt fallegt veður og gott færi á skarðinu! Strax eftir frábæran dag á skíðum að þá skelltum við okkur í sund. það var bara punkturinn yfir i. Síðan bakaði ég pizzu ofan í liðið. Það var gott að fara sofa þreytt og ánægð á sunnudagkvöldið.

En í fyrrinótt að þá var kallað: mamma mér er svo illt í maganum!!! Þá bankaði ælupestin;( Stefán gusaði einusinni hressilega og svo var það samt bara búið. Hann var bara heima í morgunn, en Elísabet fór í skólann. Síðan um hálf 12 var hringt úr skólanum og ég beðin um að sækja hana. Þá var hún komin með í magann. Jæja það er ágætt að ljúka þessu af.

Ég var svo ótrúlega hissa en glöð yfir syni mínum í dag þegar að hann margkallaði á mig og ég var svona hálf upptekin og pirraði mig lítillega á því hvað væri svona áríðandi;/ En fór síðan fram í gang þar sem að hann var á leiðinni út. Drengurinn var búin að taka til inn í forstofu!!! Þó að þetta hljómi nú ekki merkilegt að þá eru þetta undur og stórmerki á þessi heimili. Það er nú bara þannig að það hefur alltaf þurft að biðja hann margoft að gera hlutina. Og ég get næstum svarið fyrir það að hann hefur aldrei tekið til í herberginu sínu. Enda mörg börn með adhd hafa ekki eirð í sér í svoleiðis hluti. Vá hvað ég var glöð! Og ég sá að hann gerði þetta til að gleðja mig.. Hann er að þroskast og breytast blessaður. Og flest allt jákvæðir hlutir. Góðir hlutir gerast hægt.

Hún Stella vinkona mín er búin að vera ofarlega í huga mér undanfarna daga. Sennilega sakna ég hennar bara;) Knús á þig stellan mín.

Bið ykkur öllum góða nótt.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Stella Rán

Takk fyrir það, knús móttekið

Gaman að Stefán skuli koma þér svona á óvart, hann er góður strákur getur bara ekki alltaf sýnt það.

Geggjaðar myndirnar af skarðinu, fékk nú bara skarðþrá af að skoða þær. Var alveg farin að ímynda mér mig á skíðum með ykkur... hehe...

Bestu kveðjur heim

Stella Rán, 4.3.2009 kl. 13:32

2 Smámynd: María Katrín Jónsdóttir Ármann

María Katrín Jónsdóttir Ármann, 10.3.2009 kl. 15:04

3 Smámynd: Aprílrós

Börnin okkar koma okkur alltaf á óvart á einhvern hátt ;)

Aprílrós, 11.3.2009 kl. 16:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband