18.1.2009 | 14:06
Leti leti!!!
Vá hvað allt er eitthvað rólegt þessa dagana! Það er í sjálfu sér í lagi að taka því bara rólega og njóta þess. En ég á ekki svo auðvelt með það. Mér hættir það til að leiðast í letinni og það finnst mér svo leiðinlegt! Krakkarnir eru svona út og inn með vinunum og það virðist vera svipað eirðaleysi á þeim. Held að það sé bara þessi tími. Það er ekkert veður í rauninni. Ekki snjór en samt ekki autt, ekki kalt en vindur og dimmt. En ég leyfi mér ekki að gera ekki neitt. það er kannski líka ókostur;)
Við ætlum að skella okkur á sveitablót næstu helgi með Elínu í miðbæ og co. Það er alltaf svo hrikalega gaman! Ég á að vera á næturvakt þá en var fljót að fá skipti á vöktum;)
Jæja ætla að láta þetta gott í bili... síjja
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 19:48 | Facebook
Athugasemdir
Oh já það er svo gaman á sveita blótunum, ;)
Aprílrós, 18.1.2009 kl. 14:26
Á þorrablót þú fagnandi ferð þar bíður þín músík og dans, býrð þig voða sætt svo betur getir mætt.... trallallallalalallll....
Ó hvað væri gaman að vera að fara með, en einhverntíma kemur minn tími og þá fer ég með og þá verður gaman líka.
Þið skemmtið ykkur bara fyrir allan peninginn og syngið og trallið í mínum anda, hlægið dátt og lifið hátt!!
Stella Rán, 19.1.2009 kl. 09:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.