25.12.2008 | 18:31
Gleðileg jól
Jæja þá er stóri dagurinn búinn. Börnunum finnst jólin vera búin og eru núna að bíða eftir að geta sprengt flugelda. Eða svona aðallega strákarnir á heimilinu ;) Ingvar er alltaf að koma mér meira og meira á óvart. Eins og fyrra að þá gaf hann mér flotta myndarvél í jólagjöf og núna eitt stykki fartölvu! Eitthvað sem að ég bjóst als ekki við. Enda talaði ég um það fyrir löngu að það væri nú gott að eiga fartölvu. en bjóst ekki við þessu. Enda ætlast ekki til þess að fá svona stórar gjafir.
Stefán og Elísabet fengu alveg svakalega flottar gjafir og voru himinlifandi með allt saman! Öll fjölskyldan gaf Ingvari föt og hjálm á hjólið.
En annars óskum við öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.
kveðja Fjölskyldan á Nesbakka 16.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Gleðilega hátið.
Alltaf gaman þegar manni er komið á óvart.
Eigið gott kvöld elskurnar.
Aprílrós, 25.12.2008 kl. 19:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.