Mamma það er sjoppulykt af húfunni!

Þetta var það fyrsta sem að ég heyrði þegar að sonur minn kíkti í skóinn í morgunn he he. Hann fékk jólasveinahúfu og jolli hefur sennilega sjálfur verslað hana niður í sjoppu. Því að húfan angaði eins og hamborgarinn og franskarnar sem að ég át þarna um daginnFootinMouth  En ég sagði honum það að einhverstaðar yrði Jolli að versla, já eða borða. 

En annars er allt ágætt að frétta hérna í Nesbakkanum. Ég sjálf er bara ekki búin að vera nóg og hress. Náði mér í einhverja skítapest og enn bara eitthvað hálf slöpp. eða svona meira slen kannski. Eða kannski er þetta bara aumingjaskapur! hver veit. Ingvar er að koma heim á mánudaginn og er þá komin í frí. Guð sé lof!!! Ég er alveg til í að fá hann í land núna. Það er nauðsynlegt að fá sig lausan annað slægið. Þó svo að maður skreppi bara aðeins niður í sjoppu einn! Stefán er búin að vera mjög mikið hjá Ásu ömmu og Konna afa og hjá Óla og Leif sem að er komin heim frá Rvk. Það er alveg hreint ótrúlegt hvað þeir eru góðir við hann. Endalaus þolinmæði að brasast eitthvað með honum.  Frábærir strákar!  Endalausar þakkir!!!

Jæja læt þetta gott í bili og hafið það gott lömbin mínWink

3100208835_443dee2a1b_751994.jpg

 

 

 Jólaskvísan Elísabet Sif.

 

 

 

 

 

 

 

3100222521_b4bb3a58fc.jpg

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband