Mamma er ég glasabarn?

Dóttir mín var ný skriðin upp í rúm þegar að þessi svo útpælda spurning kom úr hennar munni!  Mamma er ég glasabarn? Og ég sagði bara HA.. Og þá kom næsta spurning og hún var: Er ég keisari? Nei svaraði ég. og þá sagði hún Ok.. Þá vann ég sundkeppnina. Hvaða sundkeppni spurði ég þá? Nú þegar að ég var lítil fruma! Ég var sem betur fer ekki inn í sama herbergi og hlegið upp í opið geðið á henni! Þetta var svo einlægt og útpælt.  Svo fattaði ég að þegar að hún var nú búin að spyrja mig að þessu öllu að þau í bekknum fengu heimsókn frá hjúkkum í gær sem að voru að útskíra fyrir þeim hvernig börnin verða til he he. Bara gaman.

En annar hafið það gott um helgina öllsömul.

Þóra kveður í bili.

img_8779_jpg.jpgtöffarinn með brettið sitt í myndartöku hjá Siggu.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

img_8821.jpg

 Elísabet Sæta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heidi Strand

Skemmtilegar pælingar.
þegar yngri sonur minn var níu ára var þáttur um tæknifrjóvgun í sjónvarpinu. þar var talað um glasabörn. drengurinn horfði spekingslega á.
Allt í einu sneri hann sér við og spurði mig hvort ég hafði drukkið svona þegar ég eignaðist hann.

Heidi Strand, 21.11.2008 kl. 23:26

2 Smámynd: Stella Rán

Bara yndisleg þessi börn þegar þau eru að uppgötva lífið... hehe.. það eiga pottþétt eftir að koma uppúr henni fleiri svona pælingar, því Elísabet er barn sem virkilega pælir í hlutunum

Stella Rán, 22.11.2008 kl. 09:57

3 Smámynd: Aprílrós

Gaman af börnunum í öllum pælingun,.

Aprílrós, 22.11.2008 kl. 12:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband