7.11.2008 | 22:45
Komin tími á smá blogg
jæja þá er komin enn ein helgin.
Ingvar fór út á sjó í dag eftir 4 daga landlegu og er frekar fúll yfir því að ná ekki rjúpunni. Þetta verður greinilega að vera betur planað fyrir næsta ár. Það verður sennilega eingin utanlandsferð á næsta ári þannig að hann getur planað frí í október. Ég er samt svo fegin að hafa farið til Tenerife með krakkana áður en allt þetta vesen varð hérna á íslandi. Við höfum ekkert farið með þau með okkur í þessar Barða ferðar sem eru farnar annað hvert ár, og vorum alveg farin að heyra það frá þeim að það væru allir búnir að fara til útlanda nema þau he he. Þannig að þau fengu að upplifa þetta áður en kreppan skall á.
Það er búin að vera ágætis gestagangur hérna í kvöld hjá okkur og Elísabet var að skríða uppí núna rétt áðan. Stefán fór heim með Viktor og ætlar að gista hjá honum. Þeir komu hérna rennandi blautir inn um 9 leitið, ferlega púkalegir á svipinn. Ég spurði þá bara svona í gamni hvað þeir hefðu verið að gera af sér? Og þá segir Viktor: Baaaara að gera at og njósna! Þannig að nú er það byrjað. Þá má maður fara að búast við símhringingum af til
En annars er ég líka búin að vera svona léleg að blogga út af nýju myndasíðunni minni.
www.flickr.com/photos/torumyndir/
En hef þetta gott í bili af gúgúbakka 16.
góðar stundir.
Myndartaka hjá henni Siggu Þrúðu snillingi!
Stefán með brettið sitt.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Flottar myndirnar.
Aprílrós, 10.11.2008 kl. 07:35
Hvað er þetta Þóra! leifirðu ekki kallinum að taka frí á rjúpnatímanum
Ertu að bíða eftir því að hann verði feitur
Þetta er 4vikna Boot Camp en þú ræður.
Gott blogg hjá þér og flottar myndir hjá Siggu.
Bið heilsa.
Kveðja Helgi. G
Helgi (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 10:32
Æðislegar myndir. Sakna ykkar svo....
Anna Matt (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 17:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.