21.10.2008 | 23:48
Kreppa.. slaka, kreppa... slaka.
Allir að prufa það!
Jæja það er sko komin vetur hér í þessum blessaða bæ. Vá hvað mér er búið að vera kalt í gær og í dag. Ég fór í dag að kaupa snjóbuxur á Stefán sem er nú ekki frásögufærandi. En við erum að tala um svona 30 til 50% vöruhækkun á útifatnaði! Er þetta einhver hemja? Það er alltaf verið að hvetja fólk til þess að kaupa íslenskt en það eru einmitt þær vörur sem að hafa hækkað mest. Ég bara kaupi ekki snjóbuxur sem að kosta 12 eða 13 þúsund! Ég sá á Akureyri um daginn í 66 norður búðinni á glerártorgi ungbarna útigalla á 18 þúsund! Jamm verði þeim bara að góðu.
Þetta er bara svo sorglegt ástand að þurfa að búa við allar þessar hækkanir. Það er bara ekki verið að gefa fólki séns á uppreisnaræru með þessu áframhaldi. En hvað getur maður svosem gert nema bara taka þessu með stökustu ró.
En annars er ég bara súper hress. Góða nótt og látið ykkur líða vel.
Anna mín miss you to
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
He he takk fyrir Þóra mín. :) Þetta var nú bara pínu djók.. við tökum þig ekkert alvarlega. Alltaf gaman að lesa bloggið þitt. :)
Ég er búin að vera að skoða gamlar myndir og vá hvað það er skemmtilegt.. Sakna ykkar ekkert smá.
Kveðja úr borginni..
Anna Matt (IP-tala skráð) 21.10.2008 kl. 23:54
Góð fyrirsögn hjá þér Þóra ;)
Kíki annað slagið hingað inn en held ég hafi ekki kvittað fyrir því áður :) Ég sá einmitt þennan sama útigalla á AK - ekki glæta að maður myndi henda 20 þús karli í SMÁ-barnið sitt...galli sem að endist í nokkra mánuði áður en hann verður of lítill! Svo sammála þér....keypti galla á 6 þús karl í Ljósálfum á Árna í sumar og fannst það bara svona temmilegt verð :)
kv frá Egs.
Heiða Árna (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 11:57
hæ skvísupæ
gaman að fylgjast með ykkur fint þegar þið eruð svona duglegar að blogga
knuss
steinunn (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 19:30
Já þetta er ógeð .. Ég náði að kaupa á gamla verðinu ;)
Svo er það bara kreppu bjór um helgina !!
Hrafnhildur Þórarinsdóttir, 22.10.2008 kl. 21:39
Já ég keypti líka snjóbuxur á gamla verðinu sem að ég sá í kassa og var ekki búið að setja fram í búð frá því í fyrra. Og ég spurði hvort að það væri ekki eitthvað þarna sem að ég mætti skoða he he. frekjan ég;)
En takk fyrir öll skemmtilegu kvittin.
Þóra Elísabet Valgeirsdóttir, 22.10.2008 kl. 23:19
Maður spyr sig bara hvernig endar þessi vitleysa, öll lán hækka,fötin hækka,maturinn hækkar en launin standa í stað en svo geta þeir lækkað bevítans bensínið það væri nú betra ef þeir gætu komist á móts við allt hitt líka SVO ÉG MÓTMÆLI ÞESSARI VITLEYSU
Hugga (IP-tala skráð) 24.10.2008 kl. 08:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.