Skvísan er komin aftur;)

Jæja þá er maður komin heim úr 2 vikna fríi. Og það er það ótrúlega við það að þegar að maður kemur svo heim til sín að þá kann maður miklu betur að meta hversdagsleikann sem að maður getur svo bölvað inn á milli að það sé ekki nóg og mikið að gerast í kringum mann;) 

En annars var þetta alveg frábær tími sem að við áttum þarna á Tenerife og allir skemmtu sér konunglega! Ég komst samt að því að ég er hef ekki eirð í mér til að liggja í sólbaði og gerði ansi margar tilraunir. En allt kom fyrir ekki, ég var rokin upp eftir 5 mín og leitaði að skugga.                                                                                                                                                   ég Ætla nú ekkert að skrifa einhverja svaka ferðasögu hérna enda eiga myndirnar bara eftir að segja sitt þegar að ég set þær inn. Tölvan mín er er enn í tómu tjóni og ekkert hægt að gera í henni og ég sit hérna á næturvakt og blogga og hugsa líka um það hvernig væri að vera á sveitaballi núna inn í miðbæWoundering

Jæja þá bara segi ég þetta gott í bili og verð dugleg að blogga þegar að ég kemst í tölvu.

Þóra kveður í bili.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: SigrúnSveitó

Hæ skvís, tengdó voru á Teneríffffe (eins og Jóhannes kallar það) og sögðu mér einmitt að það hafi verið STÓR hópur norðfiðinga þarna. Þau töluðu við einhver hjón sem bjuggu fyrir ofan þau...og mér til ama vissu þau ekkert hvað þetta fólk hét... EN það hefur væntanlega verið einhver úr ykkar hópi ;)

Knús...

SigrúnSveitó, 21.9.2008 kl. 17:14

2 Smámynd: Hrafnhildur Þórarinsdóttir

Já sólhlífarnar björguðu mér þarna .. Skemmtilegustu ferðirnar fyrir fjölskyldur eru ferðir í sumarhús .. Kannski í DK, Hollandi eða e-ð svoleiðis. Allavega eru mínar bestu minningar úr svoleiðis ferðum !

Held að fiskurinn þinn sé að fara yfir um, er ekki alveg sáttur við að vera inni á baði .. man ekki hvað hann heitir .. he eh ..

Hrafnhildur Þórarinsdóttir, 22.9.2008 kl. 00:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband