Hammari í sunnudagsmatinn!

Já það var sko bara grillaðir hamborgarar hér á bæ í sunnudagsmatinn.  Ég get sko bara alveg sagt ykkur að ég er glataður kokkur! Mér finnst mjög leiðinlegt að elda og mér finnst maturinn minn ekki góður nema kannski pizzan mín og kjúklingurinn sem ég legg í BBQ sósu og apríkósumarmelaðiJoyful  Rosa gott!
En svona er þetta misjafnt hvar fólk hefur hæfileikana. Ingvar er mjög góður kokkur og finnst gaman að elda. Ég meina maðurinn steikir sér stundum skötusel kl tólf að miðnætti ef að honum dettur í hug he he.       Ég ætti ekki annað eftir. 

Þegar að við fórum norður um daginn að þá keyptum við okkur eldhúsborð og stóla í rl búðinni;) Bara svona hvítt með hvítum stólum, voða plein.  En þegar að heim var komið að þá átti náttúrulega allt að gerast strax hjá minni, og Ingvar átti bara að skella þessu upp.             Veröldin hrundi líka bara næstum þegar að það kom í ljós að engar lappir voru með borðinu! VÁ.. hvað ég var pirruð og bölvaði að sjálfsögðu rúmfó í sand og ösku. En við ákváðum að setja þá bara stólana saman. Ingvar var byrjaður að opna kassann þegar að hann lítur á mig og segir. Ok Þóra... alveg róleg.. en stólarnir eru ekki hvítir heldur eikarlitaðirWoundering uuuuhhh... hvað er hægt að klúðra miklu í einu í þessari blessaðri verslun? Jamm mín þurfti að taka á stóra sínum til að sýna ekki sína verstu hlið á mínu mikla skapi! Ingvar horfði á mig og sagði síðan: Langar þig í eitt rauðvínsglas Þóra mín he  he.                       En þetta reddaðist á endanum. Þeir voru bara nokkuð fljótir að redda þessu þegar að ég hringdi og sagðist vilja fá að tala við verslunarstjórann.

jæja var búin að lofa börnunum ísrúnt og þá er best að standa við það.

Þóra skapstóra kveður í bili..

ágúst 08 213

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: SigrúnSveitó

hehe, glotti aðeins við lestur þessarar færslu  Stundum gott að kunna æðruleysisbænina

Já, ég held ég verði bara að kíkja í kaffi til þín næst þegar ég kem. Ég sá krakkana þína, en ekki þig. Sá líka aðeins glitta í mömmu þína og pabba, og Karítas og Hafþór.

Knús...

SigrúnSveitó, 11.8.2008 kl. 19:23

2 identicon

Þóra,ekki versla aftur við RL,þetta er drasl og ekkert annað,ég hef lent í því að eiga viðskipti við RL og  það ætla ég mér ekki að gera aftur.No way!!! En segðu Ingvari að hann megi bjóða mér í miðnætursnarl næst þegar hann fer að malla svona um miðnætti.Ég væri til í það að smakka á selnum með honum,hehehe........

Hertoginn á Bjarti NK (IP-tala skráð) 12.8.2008 kl. 00:15

3 identicon

hahaha Sé þetta sko allveg fyrir mér lol Það er samt ótrúlegt hvað Rl búðinn getur klúðrað og hvað þá á SUMRIN..

Sjáumst skvís

Sigga Magga (IP-tala skráð) 12.8.2008 kl. 12:14

4 Smámynd: Þóra Elísabet Valgeirsdóttir

Já ég kann nú æðruleysisbænina, en kann bara kannski ekki að nota hana nóg og oft

Þóra Elísabet Valgeirsdóttir, 12.8.2008 kl. 18:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband