17.7.2008 | 09:42
Fífusel 37
Hér sit ég í borg óttans og er stödd í Fífuseli 37 í góðu yfirlæti eins og alltaf hjá þeim Hrönn og Alla. i þetta er búin að vera frábær ferð! Ég er reyndar búin að labba af mér lappirnar við það eitt að reyna að vera gella hér í rvk þar sem að enginn þekkir mig. Hvað er að manni segi ég bara. Ég labbaði niður laugarveginn í gær morgunn frá vinnunni hennar Hrannar. Guð finnst það bara geggjað að vera bara ein með sjálfri mér svona annað slægið. Bara rölta og kíkja þessvegna í allar búðirnar og skoða eða versla án þess að einhver sé að bíða eftir manni. Síðan pikkuðu Stella og Kristín mig upp eftir hádegi, þá var ferðinni heitið niður í kringlu að kaupa KJÓLINN;) Og hann fannst fljótlega, Bara geggjað flottur! Hún Stella verður the babe 2. ágúst 2008. En eins og ég sagði að þá er ég sko í góðu yfirlæti hér í selinu og bara yndislegt að vera hérna. Takk fyrir mig Alli og Hrönn!!!
Svo langar mig að óska Guðna frænda og Indu til hamingju með litlu Dagmar. Hún er algjör beutybolla!!! Og til hamingju með strákinn Úrsula og Heimir. Það er bara allt að gerast.
Þóra kveður úr borginni.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 17:02 | Facebook
Athugasemdir
Hæ hæ
Ef þú ert í bænum þá er þér sko velkomið að kíkja! Við áttum nú okkar stundir sem krakkar;)
Kv, Benný
Benný (IP-tala skráð) 17.7.2008 kl. 21:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.