Jæja þá...

Jæja þá er að blogga eitthvað. Það er ekki eins og ég hafi neitt mikið annað að gera. En annars hringdi Birgitta frænka í mig sem að nota bene er með börnin mín og spurði mig hvort að hún mætti fara með þau í smá heimsókn í dag. Það er svosem ekki mjög svo venjuleg heimsókn, því að ferðinni var heitið á kvíabryggju! að heimsækja frænda okkar þar. En þar eru þeir með álftarunga sem að honum langaði svo að sýna krökkunum já og hann hefur aldrei séð þau frá því að þau fæddust, þó að hann sé ömmubróðir þeirra. Ég  bara sagði henni að drífa sig enda hefðu þau bara gott af því að sjá hvernig þetta er he he. Það verður gaman að fá fréttir af þeim í kvöld. Birgitta sendi mér mynd þar sem að Elísabet er að gefa einum unganum að borða.
Ég skellti mér í það að mála einn vegg í stofunni hjá mér í fyrradag og fékk mér borðstofuborð og stóla í stofuna. Kemur rosa vel út.

Jæja hef ekki meira að segja í bili. ég lýg því nú kannski smá að ég hafi ekkert að gera, ég gæti alveg verið að taka til í þessu blessaða húsiWoundering


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband