25.6.2008 | 08:59
61 DAGUR!!!
Það er 61 dagur þangað til fjölskyldan fer til útlanda öll saman í fyrsta skiptið. Ferðinni er heitið til Tenerife og það fór hrollur um mig þegar að ég hugsaði um þetta langa ferðalag með 2 börn. Ég er með svokallaðan ferðakvíða, sem að ég næ ekki að stjórna. Ég hef nokkrum sinnum farið úr landi og setið í flugvél í 12 tíma og ekkert mál, en þá þurfti ég líka bara að hugsa um sjálfa mig. Þetta er eitthvað með mig og í sambandi við börnin mín! Ég er kannski bara móðursjúk húsmóðir sem mundi helst vilja hafa börnin sín bara inni he he. Nei nei þið skiljið kannski hvað ég er að fara. En ég og Ingvar erum samt algjörir aular svona í útlandinu. Við tökum okkur helst ekki bílaleigubíl og keyrum um. Okkur finnst best að labba og skoða og taka leigubíl. Þannig að við erum svona fólk sem að fer ekki víða að skoða hina og þessa staði. Enda er ég bara þannig að þegar að við höfum verið að fara í þessar áhafnarferðar að þá er mín bara meira fyrir það að vera með bjór í einni og sígó í hinni í sólbaði ha ha ha. Það leyfi ég mér ekki eins mikið með börnin.
Ég er að pæla í að skella mér að mála einn vegg í stofunni og kaupa mér eitt húsgagn.
ADIOS Í BILI....
Á myndinni eru ég, Sólveig og Anna í bátsferð með köllunum okkar í Tyrklandi. Bara ljúft!!!
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 09:07 | Facebook
Athugasemdir
Ég er líka haldin ferðakvíða! Eða reyndar ferðalaga-kvíða... finnst samt ágætt þegar ég er komin út, en hlakka alltaf svo til þegar maður er á heimleið og hugsa bara um rúmið mitt (vanafestan að drepa mig)... svo er ég ekkert hrifin af að vera að rata þarna úti, vil bara tjilla og líta í kringum mig, en ekkert að því ef einhver annar er klár að rata! hehehe
knús til þín sæta
Halldóra Kristín (IP-tala skráð) 25.6.2008 kl. 23:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.