23.6.2008 | 22:49
Ein í kotinu.
Jæja þá er ég ein í kotinu. Stefán og Elísabet fóru suður í dag með flugi. Birgitta og co tóku á móti þeim á rvk flugvelli og börnin komu með bros á vör út úr vélinni;) En mamma aftur á móti fékk smá móðursýkiskast þegar að hún kvaddi ungana sína um leið og þau stigu upp í vélina. Ég verð að viðurkenna það að ég átti bara frekar erfitt!!! Ég hef aldrei sent þau neitt í burtu.En mín átti allan tímann í heiminum og kíkti í smá kaffi til Ella og Vivi í Fellabænum og svo í smá búðaráp.
Helgin var frábær og við stelpurnar hittumst á laugardkv.. heima hjá Sólveigu. Við hittumst til að fagna því að Stella væri að fara að gifta sig í ágúst honum Helga sínum. Get ekki kallað þetta gæsunn, en þetta var gæsapartý;) Gæsin skemmti sér rosalega vel og við mjög ánægðar með kvöldið. Við hummuðum ásamt mörgu öðru he he
En jæja hef þetta ekki lengra í bili því að ég er að fara á næturvakt gott fólk. bless á meðan.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Hae, ho' skvìs !!
Madur verdur nù ad fylgjast med tegar madur kemst i tolvu :o) Nù er sko timi til komin ad tù njòtir tess ad slappa af og gera tad sem tig dettur ì hug!!! Njòttu tess
Nù er mìn komin til Italìu, flaug til Milano ài gaer og kom à leidarenda ì morgun! Tad er 33° hiti og sòl, NICE! Eg laet heyra fra mèr.
Bid ad heilsa ì bili ! Kvedja, Villa Sigga
Villa Sigga (IP-tala skráð) 24.6.2008 kl. 09:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.