20.6.2008 | 15:11
;O)
Jæja góðir hálsar, Nú er ein helgin í viðbót að byrja.
Tíminn er svo svakalega fljótur að lýða. Ingvar kom í land í gær og fer aftur annað kvöld. Stutt þessi stopp hjá þeim! Stefán og Elísabet eru að fara suður á mánudag í sveitina til Birgittu og co, og verða í tæpa viku. Elísabet hefur miklar áhyggjur af móður sinni á meðan þau eru í burtu og sagði að henni þætti svo leiðinlegt að skilja mig eftir eina heima. Hún á það nefnilega til að afsaka sig þegar að hún er búin að vera lítið heima og segir: Mamma ég skal lofa að gera eitthvað skemmtilegt með þér á morgunn svo að þú sért ekki svona mikið ein ha ha ha. Það er ekki eins og ég sé eitthvað búin að vera kvarta við hana. Og það er svo skrítið hvað sum börn eru með mikla ábyrgðartilfinningu.
Helgin verður skemmtileg og margt á dagskrá. það verður sagt frá því síðar
Ég vil síðan óska henni Önnu Kristínu Magg vinkonu minni til hamingju með daginn og læt fylgja mynd af afmælisbarninu í tilefni dagsins.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 17:53 | Facebook
Athugasemdir
Æ hvað hún er sæt ! Er að fara eftir smá stund og éta kökur hjá henni .. he he .. ekkert gráðug sko !
Já helgin leggst bara vel í mig, razzinn og bjórinn ready **
Hrafnhildur Þórarinsdóttir, 20.6.2008 kl. 20:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.