17.6.2008 | 22:08
Jæja þótt fyrr hefði verið segi ég!
Þá er búið að skjóta þennan blessaða bangsa!
Ég er ekki að segja að mér sé alveg sama. Því að mér finnst þetta fallegt dýr og allt það. En það hefði kannski ekki þótt jafn skemmtilegt ef að hann hefði nælt sér í einn fréttamann eða svo Það sem að fer mest í taugarnar á mér er að þeir eru tilbúnir að eiða stórfé í að flytja þetta grey úr landi og als konar í kringum þetta. Þegar að ríkistjórnin er ekki viss hvort að hún eigi að leggja pening í bólusetningu við leghálskrabbameini hjá ungum stúlkum!!! HVAÐ ER AÐ? Er það einhver spurning? Ríkir kallar eins Björgólfur Thor eru til í að borga brúsann til að reyna að halda einhverjum ísbirni á lífi frekar heldur en að gefa þá einhverja peninga í það sem að skiptir máli. Eða hvað finnst ykkur? munu þið heldur vilja nota skattpeningana ykkar í að bjarga bangsa eða lífi margra kvenna á komandi árum? En ég veit að bilið er frekar stórt á kostnaði þarna, en mér er alveg sama. Það er bara svo margt svona sem er í gangi sem að skattpeningarnir okkar eru að fara í. Heilbrigðiskerfið er gjörsamlega fjársvelt og við vitum ekki brot af því , fyrir utan fólkið sem þarf að kynnast því og það eru margar sorgarsögur sem að maður hefur heyrt af því þar sem að fólk hefur þurft að að ganga í gegnum margt bara vegna sparnaðar ríkisins.
Jæja þá er ég búin að blása og líður betur.
Ísbjörninn að Hrauni dauður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt 18.6.2008 kl. 01:34 | Facebook
Athugasemdir
Hef aðeins eitt að segja mín kæra; SAMMÁLA!!!
Knús...
SigrúnSveitó, 17.6.2008 kl. 23:04
ég er svo sammála þér.. ég var alveg pottþéttur á því að þetta myndi ekki takast hjá þeim sérstaklega útaf því að það var svo mikið rok þarna á meðan á þessu stóð.. þvílík peningasóun..
Kiddi (IP-tala skráð) 17.6.2008 kl. 23:15
Hjartanlega sammála eins og sest á skrifum mínum
Jón Aðalsteinn Jónsson, 17.6.2008 kl. 23:34
Já ég er sko alveg sammála þér skvísa meira ruglið í kringum þetta. púff sko.
Over and out
Hugga (IP-tala skráð) 17.6.2008 kl. 23:35
Algjörlega... Við erum greinilega á sömu bylgjulengd
Stella Rán, 18.6.2008 kl. 00:41
Ég segi bara:
Þar kom að því að maður las eitthvað af viti hérna inni. Hrós x 10.
Góð færsla og því miður sjaldséðar á blogginu þegar kemur að þessari frétt um ísbirni sem margir líta á eitthvað sem á að kuðlast með eða öllu heldur knúsa.
Júlíus (IP-tala skráð) 18.6.2008 kl. 07:25
Já það er þetta það sem að maður er að hugsa þegar að maður heyrir að það sé komin ísbjörn á land. Eða ég geri það allavega.
Þessi litla stelpa sem að fór út að ath með hundinn og sá björninn fyrst!hvað veit maður?
Þóra Elísabet Valgeirsdóttir, 18.6.2008 kl. 13:00
Ekki vildi ég hafa björn hérna á vappinu út í urðum ..
En Björgúlfur má nú eiga það að hann og þessi kallar allir eru að styrkja allskonar góð málefni .. Barnaspítali Hringsins fær t.d. einhverjar summur frá Bónus veldinu **
Talandi um að sóa peningum .. SENDIRÁÐ !! og allt sem þeim fylgir ..
Hrafnhildur Þórarinsdóttir, 18.6.2008 kl. 13:29
já það er samt hálf glatað að það séu fyrirtæki og ríkir einstaklingar sem að halda þessu á fótum! Og Það er samt ekki nóg.
maður ætti að halda að ríkið ætti að halda þessu gangandi, en ekki bónusfeðgar .
Þóra Elísabet Valgeirsdóttir, 18.6.2008 kl. 13:51
Ég er svo samála þér Þóra.. Þú ert svo flottur penni þú verður að vera dugleg að blogga...
Sigga Magga (IP-tala skráð) 19.6.2008 kl. 16:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.