ALLT AÐ VERÐA VITLAUST!

Já ég segi nú ekki annað en guð sé lof að búa bara hér í sælunni fyrir austanWink
Get svona alveg ímyndað mér að fólk hafi nú orðið hrætt í þessum skjálfta og ég fékk alveg hroll þegar að ég sá viðtal við litla stelpu sem að var ein heima á meðan á þessu stóð og aumingja foreldrarnir að vita kannski ekki hvar börnin þeirra voru stödd! 
En annars er líka um annað hugsa þessa helgi og það er sjómannadagur. Við förum út að borða 3 rétta máltíð annað kvöld og svo er ball með Páli óskari á eftir. bara fjör!
Við vorum upp á héraði að ná í Dalla, sem er að fara á fermingarbarnamót með árgangi "74.
Góða skemmtun öll. Þetta er svo hrikalega gaman að hittast svona og rifja upp gamla tíma.
En því miður fyrir suma voru þetta ekki góðir tímar, sem að okkar árgangur "81 fékk að kynnast þegar að við héldum 10 ára mót. Það voru því miður 2 manneskjur sem vildu bara alls ekki koma og hitta okkur vegna þess að þær upplifðu sína skólagöngu sem sára mynningu. Okkur fannst þetta öllum mjög leiðinlegt og reyndum að tala þær til en allt kom fyrir ekki og þær mættu ekki á mótið. Að mörgu leiti skil ég þessar manneskjur, en samt að þá vill ég að þetta fólk mæti og segi þá bara hreint og beint hvernig var fyrir þau að vera í skóla og taki þeir þá bara til sín sem að eiga. Og já ég get sko bara alveg sagt það að ég var ekki barnanna best í skóla og hef meira að segja beðið eina skólasystur mína afsökunar á því hvernig ég lét við hana stundum í barnaskóla. Ég skammast mín að segja  frá þessu en það er líka gott að geta viðurkennt mistök sínJoyful
Góða skemmtun fyrir þá sem ganga um gleðinnar dyr um helgina og farið varlega.             Og verið góð hvort við annað 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: SigrúnSveitó

Já, ég man þú varst svolítið villt á yngri árum En yndisleg inni á bakvið, það var mín upplifun af þér. Og eins og ég var hrædd við að koma inn í fjölskylduna ykkar þarna um árið..."eldgömul kelling"...þá var sá ótti sko ástæðulaus. Þið eruð öll svo yndisleg. TAKK til ykkar allra

Svo ég víkji nú að því sem ég ÆTLAÐI að skrifa. Frábært hjá þér að biðjast afsökunar á því sem þú gerðir rangt, það gerir okkur sannarlega að geta játað mistök okkar og bætt fyrir þau.

Knús og kærleiksljós og eigiði yndislega sjómannadagshelgi í firðinum fagra. Sjáumst um verlsó!!! 

SigrúnSveitó, 31.5.2008 kl. 11:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband