25.5.2008 | 10:53
Er eitthvað betra?
Er eitthvað betra en þeir dagar sem að maður heyrir fuglana syngja og sólina skína? Þetta erum við búin að vakna við síðustu 2 morgna. Ég veit ekkert betra! Krakkarnir voru farnir út um 9 leitið og ég hef ekki séð þau síðan. Stefán var með næturgest, hann Ella vin sinn og þeir sofnuðu nú ekki snemma en voru vaknaðir fyrir allar aldir. Enda sennilega orðið ansi vel heitt inn í herbergi hjá þeim.
Þær mæðgur Sólveig og Rebekka Rán og mæðginin Anna og Gabríel Dan komu í jurovision pizzuparty í gærkvöldi og það var mikið stuð:) Rebekka og Gabríel voru í essinu sínu og dönsuðu við hvert lag þessar elskur. Eftir öll herlegheitin voru strákarnir ekki komnir inn á og að ganga hálf 11, var mér ekki farið að vera sama. En ég var viss um það að þeir væru bara hinumegin hjá ömmu og afa. En nei þeir voru ekki það þannig að ég og Elísabet tókum rúnt. og vitið menn hvað ég fann þá kl hálf 11. Niður við sjoppu á hjólabrettum!!! Vá hvað ég var reið! á Laugardagskvöldi!!! Ég náttúrulega sagði þeim að drulla sér inn í bíl og sagði þeim hvað klukkan væri og hvort að þeir hefðu fengi leyfi til þess að fara niður í bæ? ÚPPSS kom þá bara. æ við gleymdum okkur bara fékk ég þá að heyra. Já já 9 og 10 ára guttar bara í gírnum með restinni að unglingunum sem voru komnir vel í glas eftir að hafa verið að hvetja ísland áfram í jurovision. Þannig að það er komið bæjar bann á liðið.
En jæja ég er búin að ausa nóg í bili og hef nóg að gera í dag.
síja
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 10:56 | Facebook
Athugasemdir
Já .. Mikið var ég glöð þegar ég vissi að þetta var ekki Viktor Það er sama ástand hér, sofnað eftir miðnætti og vaknað um 7 .. Jakk .. En við getum þó verið glaðar að eiga útibörn, ekki tv og tölvu .. Þó þau séu stundum pínu að stelast .. he he ..
Mig langar í nammi, meira nammi
Hrafnhildur (IP-tala skráð) 25.5.2008 kl. 13:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.