14.5.2008 | 09:15
Já það er ekkert annað!
Ég held að ég fengi bara þokkalegt taugaáfall ef maður hefði nú fattað það að maður hefði nú gleymt eins og hálfs árs gömlu barni sínu á flugvelli einhverstaðar.
En annars var ég að koma af næturvakt sem að ég vissi ekki um fyrr en kl hálf 11 í gærkvöldi. Ég hélt að ég væri ekki að fara að vinna fyrr en í kvöld en það var einhver sem að ýtti í mig og sagði mér að ath það. Og að sjálfsögðu var það þannig og mín fékk nett stress kast og hringdi í litlu systir og ömmuna að koma og bjarga sér En það reddaðist síðan allt.
Elísabet Sif mín á nú til með að koma með nokkur gullkorn og er búin að vera tala mikið um það þegar að við förum til Tenerife í haust og sagði jafnframt að hún skildi nú reyna að suða ekkert rosalega mikið þegar að við værum úti he he. síðan kom svolítið löng þögn þegar að hún sagði síðan: Mamma, þegar að ég verð stór að þá ætla ég að ferðast rosalega mikið. Og ég svara já en gaman. Elísabet segir þá um hæl að hún ætli nú samt bara að eiga eitt barn. Nú segi ég, af hverju? Elísabet: Æ þá verður bara mynna tuð
Hún er svo yndisleg þessi elska.
Gleymdu barninu á flugvellinum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
úff er nú annsi hrædd um að Indi hefði farið yfir um hahah...
Elísabet Sif bara flottust :) Til hamingju með krossaran þarf maður nokkuð próf á hann ;)
En þú ert ung ég er eldri. En við gleymum því á laugardaginn.
Sigga Magga
Sigga Magga (IP-tala skráð) 15.5.2008 kl. 09:05
Jú sigga mín það þarf próf á krossara;)
Þú bara drýfur þig í prófið því annars verður þú að rúnta með mér á vespu
Þóra Elísabet (IP-tala skráð) 15.5.2008 kl. 10:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.