11.5.2008 | 15:26
Leti dagur!
Svona hátíðisdagar eru yfirleitt bara leti dagar á þessu heimili. Ég kom af næturvakt kl 8 í morgunn og skreið upp í rúmið mitt þar sem að Karítas systir svaf á sínu græna eftir að hafa verið hjá krökkunum í nótt á meðan ég var að vinna. Ég reif mig svo á lappir um hádegi en það var bara ansi erfitt. Við skelltum okkur síðan í sund og tókum síðan ís rúnt.
Erum nú samt að fara í fermingu núna kl 16:00. Það er ágætt að hafa eitthvað fyrir stafni.
En annars er ég búin að vera að hlaða inn fullt af myndum og margt ókomið enn.
Er hætt að í bili að röfla um ekki neitt og bið bara að heilsa
Ég vil óska fermingarbörnum til hamingju með daginn í dag.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.