Eru börn það sem fyrir þeim er haft?

Ég hef oft velt fyrir mér þessari settningu, og þá líka hvað ég sé að gera í mínu foreldrahlutverki. Ég held að þetta sé ekki alfarið rétt því að annars held ég að ansi margir og þar á meðal ég mundu ekki teljast hæfir foreldar ef það ætti að dæma foreldra út frá hegðun barna. En það sem að ég held jafnframt er að börn eru oft innrætt eins og þau eru alin upp og þá meina ég í samskiptum við önnur börn. Ég varð vitni af einu tilfelli í morgunn sem að ég bara átti ekki til orð yfir á milli 3 stelpna. þar sem að tvær þeirra ráku eina út úr húsinu sem að ein þeirra átti heima, út í hríðarbil fékk hún að fara á peysunni einni saman og létu hana ekki fá úlpuna sína né skólatösku! Ég mætti þessari 7 ára stelpu alveg hágrátandi og hríðskjálfandi á leiðinni heim, sem var þónokkur spölur. Ég keyrði henni að ná í úlpuna sína og töskuna og síðan heim.
Þegar að ég kom heim til mína að þá fór ég bara virkilega að hugsa um  þetta og afhverju geta börn verið svona við hvort annað? Er þetta okkur foreldrum að kenna hvernig samskipti barna okkar eru við önnur börn?
                                                Hefur einhver góð svör við þessu? ef svo er lát heyra;)

                                                Jæja þá er ég búin að koma frá mér hugsunum dagsins og kannski pínu vonast til þess að fá nokkur svör við þeim ef að einhver er fróður um svona mál eða hefur eitthvað til málana að leggjaWink 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég held að börnin læri það sem fyrir þeim er haft .. En persónunum breytum við ekki ..

Hrafnhildur (IP-tala skráð) 10.5.2008 kl. 21:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband