Nú er fólk að ganga of langt!!!

Hvað er að?

Heldur fólk virkilega að þetta sé að bera árangur??? Hverju er fólk að mótmæla? Veit það nokkuð um það sjálft? Mjög sorglegt!


mbl.is Fólk slasað eftir mótmæli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrafnhildur Þórarinsdóttir

Var einmitt að blogga um þetta pakk .. Ég held að það viti ekkert hverju það er að mótmæla, það hefur bara ekkert betra að gera !

Hrafnhildur Þórarinsdóttir, 31.12.2008 kl. 16:25

2 identicon

Óþolandi að fólk skuli ekki halda kjafti á gamlársdag og leyfa fyrirrækjum Rauðsólar og ríkisstjórninni að gera það sem þeir vilja. Þessi mótmæli eru komin út í algjörar öfgar, það er nú ekki eins og ástandið sé slæmt hérna, ég hélt það bara áður en ég kom heim. En nú sé ég að ástandið er bara hreint út sagt ágætt. Bara 10.000 manns á atvinnuleysisbótum, mest bara 70% verðbólga, bara húsnæðismarkaður í lægð, bara 94% fall á úrvalsvísitölunni, við tókum bara smá lán frá IMF(það er í raun bara formsatriði), bara hríðfallinn gjaldmiðill og ríkisstjórnin er bara búin að standa sig hreint ágætlega. Ég get reyndar ekki nefnt dæmi um neinar góðar aðgerðir, en ég meina það hljóta að vera eitthverjar, þetta er jú allt svo gott fólk.

 Þannig að ég er algjörlega sammála fólki sem skilur ekki reiði þessara vitleysinga, enda heyri ég að þetta sé allt bara eitthvað fólki í Vinstri Grænum, en Vinstri Grænir eru víst ábyrgir fyrir flestu slæmu sem gerist á þessu landi og auðvitað eru meiri embættisglöp á standa á mótmælum heldur en að klúðra heilum þjóðarbúskap. 

 Svo hættið að vera reið, verið þæg eins og allt góða fólkið á eyjunni og mbl sem situr heima og hagar sér vel.

Eyrún Dögg (IP-tala skráð) 31.12.2008 kl. 16:31

3 Smámynd: Aprílrós

Já sammála, mjög sorglegt, og komið já langt útfyrir mörk. Hvar endar þetta eiginlega spyr ég bara ? En svona mótmæli bera engin arangur nema leiðyndi.

Aprílrós, 31.12.2008 kl. 16:57

4 Smámynd: Þóra Elísabet Valgeirsdóttir

Já sæl Eyrún Dögg.

Takk fyrir þetta kaldhæðna comment þitt! Ég er ekkert að segja hér að ég skilji ekki reiði fólks í landinu! En bara það að fjölmiðlar og annað fólk sem að er að reyna að vinna vinnuna sína sem að er jú gott að það hafi þá vinnu. er að koma á slysó allt lemstrað, með glóðarauga og læti! Ef það er eitthvað sem að sumum finnst fínt að þá okey. en það finnst mér bara bilun og ekki beint ásættanlegt. Það eru sennilega einhverjum sem að finnst það í lagi og vilja verja þann verknað. 

Ég veit mæta vel hvað er búið að vera ganga á hérna í þessu blessaða landi og finnst þetta ekki í lagi! Og væri sennilega búin að standi úti og mótmæla ef ég bara væri stödd á höfuðborgasvæðinu. En mig langar ekkert að berja neinn, eða eyðileggja! Get ekki séð að það hafi neitt virkað hingað til.

Og þar sem að þú nefnir vinstri græna hef eg ekki skoðun á því og nenni ekki að velta mér upp úr pólitík eða öðru slíku í sambandi við þessi mótmæli. En þar sem að þú nefnir í þínum öfugmælum  að þá bíst ég passlega við því að að þú hafir einhverja skoðun á því. 

með kveðju Þóra Elísabet

Þóra Elísabet Valgeirsdóttir, 31.12.2008 kl. 17:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband