Jólin þín og jólin mín...

Jæja þá er komin mið vika enn og aftur. Ég var að koma af næturvakt nr 3 og er komin í 2 daga frí.      Fer síðan að vinna um helgina aftur. Ætla ekkert að leggja mig í dag svo að ég nái nú að sofna bara snemma í kvöld.

Jólagjafirnar í ár vefjast fyrir mér sem aldrei fyrr! Ég á bara eitthvað ótrúlega erfitt með þetta. Börnin mín eru sérstaklega erfið. Ég veit alveg að þau væru ánægð mér hvað sem er, en þetta er sennilega bara móðirin sem er að gera þetta að vandamáli;) Svo bara finn ég líka alveg fyrir því að það er ekki hægt fara bara hér út í búð og kaupa hvað sem er. Mig langar aldrei eins mikið að skreppa suður eða norður eins og fyrir jól. það er náttúrulega bara glæpur að fara fljúgandi það er svo dýrt! Ég fatta ekki alveg þessi nettilboð sem er verið að bjóða upp á? Það er aldrei neitt laust nema að þú pantir marga mánuði frammí  tímann. En svo ef maður hringir og tékkar á hvað er mikið laust þá er sko bara hálf vél! já Við hér út á landi megum nú alveg kvarta yfir þessu;)

En hvað segið þið annars um þessa blessuðu krónu okkar? Haldið þið að þetta sé bara virkilega að ganga upp? Þá meina ég hvort að þeir hafi bara sett hana á fullt og hún bara styrkist og verðbólgan hjaðni hraðar en búist var við? Eða eru þeir bara að reyna að friða okkur svona rétt fyrir jól og fleyta henni svo á fullt eftir áramót og þá verði þetta ekki svona auðvelt. En ég veit svosem ekkert um þetta. En maður heyrir hitt og þetta. Ég er búin að temja mér jákvæðni í kringum þetta allt saman. Það þíðir ekkert annað. En hef samt skoðanir á þessu líka.

Jæja þetta er fínt í bili og ætla að verða reyna að vera duglegri að blogga á næstu dögumTounge

Nokkrar myndir frá jólum 2007.

desember_2_039.jpgStefán og Elísabet sest við jólamatinn.

Vá hvað þau hafa stækkað síðan fyrir ári síðan;)

 

 

 

 

 

 

desember_2_043-1.jpgVið mæðgur.

 

 

 

 

 

 

 

 

desember_2_047_747386.jpgFeðgarnir.

 

 

 

 

 

 

 

desember_2_061.jpgStefáni fannst mjög fyndið að fá dúkku í jólagjöf;)

 

 

 

 

 

 

 

desember_07_nyja_velin_123.jpgDíana ósk sæta.

Bara bara rúmlega 3 mánaða.

 

 

 

 

 

 

 

 

desember_07_nyja_velin_152-2.jpg Við systkinin. Ég er sko næst elst og er sko mynnst;/

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband