Jólaskap!

Það er greinilega ekki svo gefið fyrir alla að komast í jólaskap. Ég er tildæmis þannig að ég kemst ekki svo auðveldlega í þennan jólafíling eins og svo margir komast í þegar að lýða fer að jólum. Mér finnst það mjög leiðinlegt að vera ekki meira jólabarn og finnast þetta rosalega skemmtilegur tími að undirbúa jólin. Maður nefnilega tekur þátt í öllum þessum undirbúning og finnst það kannski ekkert annað en kvöð og pressa stundum. En ég er ekki að segja það að mér finnist þetta leiðinlegt og stundum dett ég í gírinn og verð alveg gasalega dugleg;)

Ég tildæmis sit hér og blogga og hlusta á jólalög.                                                                Og uppahalds lagið mitt er: Ef ég nenni með Helga Bjöss he he. Aðeins að reyna að koma mér í gírinn. Herbergið hans Stefán er orðið klárt. Búið að parketleggja, mála og hann kominn með nýtt rúm og fataskáp. Þvílíkur munur á einu herbergi! Enda er hann hin ánægðasti. Það verður síðan fljótlega byrjað á skvísu herbergin.

Jæja ætla að fara koma mér í háttinn. Ég og Sólveig vorum með klúbb hér heima hjá mér.

kjaftaátklúbb eins og kallinn minn kallar þettaLoL

 Set nokkrar nýjar myndir hér í albúm með fínu breytingunum á herberginu

3079825998_774e2beb2a.jpgNesbakki.

 

 

 

 

 

 

 

desember_08_048.jpgKrakkarnir í fína nýja rúminu hans Stefáns.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aprílrós

Ég er ekki komin í jólagírinn, Til hamingju með að vera búin með herbergið .

Góða helgi til þin og kærleiksfaðmlag til þin;)

Aprílrós, 5.12.2008 kl. 07:42

2 identicon

Oh ég vildi að ég hefði getað mætt í klúbb hjá ykkur í gær.  En nú er bara rétt rúmlega vika í að ég kíki í heimsókn.

Anna Kristín Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 5.12.2008 kl. 12:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband