Kreppa hjá jolla!!!

Já við fórum í dag niður í bæ til að sjá jólatréð tendrað. Það var bara æðislegt jólaveður!                  mikil snjókoma og logn. Krakkarnir biðu spennt eftir ´jólasveininum, eftir að hafa sungið nokkur jólalög. Jólasveinarnir komu síðan með tilheyrandi háfaða upp á slökkviliðsbílnum.  Þeir sungu nokkur jólalög með krökkunum og eitthvað farnir að ryðga á textanum heyrðist mér. Svo var komið að aðalatriðinu! Það var að fá epli eða mandarínu hjá Sveinka. Elísabet komst hvergi nálægt þeim fyrir fólki sem að var að bíða eftir að börnin sín fengu eitthvað gott. En ég sagði við hana bíddu bara róleg þangað til það verða ekki eins margir´. En allt í einu að þá sé ég bara hvar jollarnir láta sig bara hverfa! Dóttir mín lýtur á mig með undrandi augum og segir síðan: Þeir hafa bara farið að ná í meira. En þeir létu ekkert sjá sig meir. Helmingurinn af börnunum þarna niður í bæ sat eftir með sárt ennið og tárin í augunum yfir því að fá ekkert! Hvað er málið? Hvað klikkaði svona illilega?

Ég var sár og svekkt fyrir hönd barnanna. Dóttir mín sem að er orðin 7 ára var sár yfir þessu, en með jafnaðargeð. Hún sagði við mig æ mamma við skulum bara fara út í búð og kaupa mandarínu.     Þessi elska;) En 3, 4, 5 ára gömul börn bara skilja þetta ekki. Jæja gæti svekkt mig á þessu eitthvað meir en ætla ekki að gera það. Þetta verður vonandi eitthvað sem að gerist ekki aftur.

En lokksins kom nú blogg frá mér;)

Þóra kveður í bili.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Stella Rán

Þeir eru nú meiri jólasveinarnir þessir jólasveinar!!

Stella Rán, 30.11.2008 kl. 16:59

2 Smámynd: Úrsúla Manda

Já ég er sko alveg sammála þér. Ég hélt á Ingibjörgu í þvögunni en við komumst hvorki lönd né strönd fyrir "stórum" krökkum - er að tala um allavega 13 ára gamla krakka! Ingibjörgu var nú hætt að lítast á blikuna svo ég sagði henni að kalla bara í þá  sem og hún gerði! Kallaði oft og hátt, og að lokum heyrði Stúfur í henni, sem teygði sig yfir þvöguna og rétti henni mandarínu!! Hún heppin! En þetta er auðvitað bara skandall og kemur vonandi ekki fyrir aftur!

Úrsúla Manda , 2.12.2008 kl. 18:19

3 Smámynd: Guðmundur Rafnkell Gíslason

Ég sá hvar dregnar vour mandarínur í tonnatali út úr slökkviliðsbílnum þegar jólasveinarnir voru farnir. Þeir hafa verið illa upplýstir eða verið að flýta sér! Svekkjandi!

Guðmundur Rafnkell Gíslason, 3.12.2008 kl. 10:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband